Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1957, Page 112
110
nila frá Finnlandi, Ignacio de la Calle y de la Calle frá Spáni.
Á þessu skólaári voru þessir styrkir veittir úr sjóðum há-
skólans:
Úr Prestaskólasjóði var stud. theol. Ásgeiri Ingibergssyni
veittur 450 kr. styrkur. Af Gjöf Halldórs Andréssonar voru
sama stúdent veittar 300 kr.
Úr Háskólasjóði Hins íslenzka kvenfélags voru stud. med.
Þóreyju Sigurjónsdóttur veittar 400 kr.
Úr Minningarsjóði Hannesar Hafsteins voru stud. med. Þór-
eyju Sigurjónsdóttur veittar 400 kr. og stud. jur. Auði Þor-
bergsdóttur 800 kr.
Úr Styrktarsjóði Jóhanns Jónssonar voru stud. oecon. Jó-
hanni G. Sölvasyni veittar 1200 kr.
Úr Minningarsjóði Jóns Þorlákssonar verkfræðings voru
stud. polyt. Helga Sigvaldasyni veittar 3000 kr. og stud. polyt.
Birni Ólafssyni 2500 kr.
Úr Minningarsjóði Þórunnar og Davíðs Schevings Thor-
steinssonar var greidd húsaleiga í stúdentagarði í 8 mánuði
fyrir 4 stúdenta, læknanemana Guðmund Pétursson, Kristján
Jónasson og Stefán Jónsson og stud. mag. Björn Jónsson.
Úr Dánarsjóði Björns M. Ólsens voru Ólafi Halldórssyni
veittar 1500 kr. til fræðistarfa.
Af Gjöf dr. Hannesar Þorsteinssonar voru cand. mag Ólafi
Halldórssyni veittar 2500 kr. til fræðistarfa.
Úr Almanákssjóði voru próf. Trausta Einarssyni veittar 5000
kr. til greiðslu kostnaðar við bergsegulmælingar.
Úr Minningarsjóði Jóns prófasts Guðmundssonar voru stud.
odont. Herði Sævaldssyni veittar 400 kr.
Úr Minningarsjóði norskra stúdenta voru stud. philol. Trond
Rohnebæk veittar 5000 kr.
Úr Prófgjáldasjóði var stúdentaráði veittur 10000 kr. rekstr-
arstyrkur, Iþróttafélagi stúdenta 15000 kr. til utanfarar, Ora-
tor, félagi laganema, samtals 10000 kr. til útgáfu tímarits,
stúdentaskipta o. fl., Félagi læknanema 6000 kr. til utanfarar
og 3000 kr. til útgáfu tímarits. Til norræns sumarháskóla voru
veittar 4000 kr. (ferðastyrkur stúdenta), til Noregsferðar 3