Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1957, Side 131
129
XVI. ÝMISLEGT
Lög nr. 60 1957 um Háskóla Islands.
I. KAFLI
Hlutverk Háskóla íslands.
1. gr.
Háskóli íslands skal vera vísindaleg rannsóknarstofnun og vísinda-
leg fræðslustofnun, er veiti nemendum sínum menntun til þess að
gegna ýmsum embættum og störfum í þjóðfélaginu og til þess að
sinna sjálfstætt vísindalegum verkefnum.
H. KAFLI
Stjórn háskólans.
2. gr.
Stjórn háskólans er falin rektor háskólans og háskólaráði.
Rektor hefur eftirlit með daglegri starfsemi háskólans og er æðsti
fulltrúi skólans gagnvart mönnum og stofnunum utan skólans. Hann
leysir úr þeim málum, sem þurfa ekki að koma fyrir háskólaráð,
háskóladeildir eða stjórnaryfirvöld af laganauðsyn eða samkvæmt
venju. Rektor hefur með sama fyrirvara umboð til að skuldbinda
háskólann og háskólastofnanir fjárhagslega. Honum er skylt að hlut-
ast til um framkvæmd á samþykktum háskólaráðs og háskóladeilda
og þeim ákvörðunum stjórnarvalda, er varða háskólann.
Háskólaráð hefur úrskurðarvald í málefnum háskólans og háskóla-
stofnana, svo sem lög mæla og nánar segir í reglugerðum.
Áður en lögum, er snerta háskólann eða háskólastofnanir, verður
breytt eða við þau aukið, skal leita umsagnar háskólaráðs um breyt-
ingar eða viðauka, svo og um nýmæli. Nú varðar málefni sérstaklega
tiltekna deild, og skal háskólaráð þá leita álits deildarinnar, áður en
það lætur uppi umsögn sína.
Háskólinn á stjórnarfarslega undir menntamálaráðherra.
3. gr.
Rektor er kosinn af prófessorum háskólans til þriggja ára í senn,
og eru þeir einir kjörgengir.
Rektorskosning fer fram í maímánuði, en rektor tekur við störfum
með byrjun háskólaárs.
Sá er rétt kjörinn rektor, sem hlotið hefur atkvæði meiri hluta
atkvæðisbærra manna, enda hafi minnst tveir þriðju hlutar þeirra,
17