Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1957, Side 133
131
að senda fulltrúa, einn eða fleiri, á fundinn. Hafa slíkir fulltrúar
málfrelsi á fundinum, en atkvæðisrétt eiga þeir ekki.
Háskólaráð er ekki ályktunarfært, nema tveir þriðju hlutar há-
skólaráðsmanna sæki fund hið fæsta. Afl atkvæða ræður úrslitum
mála. Ef atkvæði eru jöfn, sker atkvæði rektors úr eða þess, er
gegnir forsetastörfum.
6. gr.
Rektor eða háskólaráð geta boðað til almenns kennarafundar til
umræðna um einstök málefni háskólans eða stofnana hans. Nú æskir
einn þriðji hluti prófessora, dósenta og lektora fundar, og er rektor
þá skylt að boða til hans. Allir kennarar háskólans eiga rétt á að
sækja almenna kennarafundi og njóta atkvæðisréttar þar. Ályktanir
kennarafunda eru ekki bindandi fyrir háskólaráð.
7. gr.
Menntamálaráðherra skipar ritara við háskólann að fengnum til-
lögum háskólaráðs, en háskólaráð ræður annað starfslið í skrifstofu
skólans.
Háskólaráð skipar umsjónarmann með byggingum háskólans og
innanstokksmunum.
Um starfslið háskólabókasafns segir í 36. gr. laga þessara, en um
starfslið annarra stofnana háskólans og fyrirtækja fer eftir því, sem
segir í lögum eða samþykktum þeirra.
8. gr.
Heimilt er að kveða nánar á um starfslið og starfshætti rektors,
háskólaráðs og háskólaritara í reglugerð.
III. KAFLI
Háskólakennarar og háskóladeildir.
9. gr.
1 Háskóla íslands eru þessar 5 deildir: guðfræðideild, læknadeild,
laga- og viðskiptadeild, heimspekideild og verkfræðideild. Þá skal og
starfa við Háskóla íslands rannsóknarstofnun í þágu atvinnuveganna,
er nefnist Atvinnudeild háskólans. Viðskiptadeild skal verða sjálfstæð
deild, þegar þrjú föst kennaraembætti hafa verið stofnuð í viðskipta-
fræðum.
10. gr.
Kennarar háskólans eru prófessorar, dósentar, lektorar, auka-
kennarar, aðstoðarkennarar og erlendir sendikennarar. Dósentar eru