Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1957, Qupperneq 134
132
skipaðir til ótiltekins tíma, en lektorar eru ráðnir til tveggja ára
hið skemmsta, og taka þeir mánaðar- eða árslaun. Aukakennarar og
aðstoðarkennarar eru ráðnir til skemmri tíma og eru stundakennarar.
Þegar nýr kennari, sem ekki er prófessor, ræðst til háskólans, skal
taka fram, hvort hann sé dósent, lektor, aukakennari eða aðstoðar-
kennari. Menntamálaráðherra ákveður í samráði við háskólaráð,
hverjir af kennurum háskólans, sem starfandi eru við gildistöku laga
þessara, séu dósentar, lektorar, aukakennarar og aðstoðarkennarar.
11. gr.
Forseti íslands skipar prófessora, menntamálaráðherra skipar dós-
enta að fengnum tillögum háskóladeildar, en háskólaráð ræður lekt-
ora, aukakennara og aðstoðarkennara samkvæmt tillögum háskóla-
deilda, eftir því sem fé er veitt til.
Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni ítarlega skýrslu um
vísindastörf þau, er þeir hafa unnið, ritsmíðar og rannsóknir, svo og
namsferil sinn og störf. Með umsókninni skulu send eintök af vís-
indalegum ritum og ritgerðum umsækjenda, prentuðum og óprent-
uðum.
Skipa skal hverju sinni þriggja manna nefnd til þess að dæma um
hæfi umsækjenda til að gegna embættinu. Háskólaráð skipar einn
nefndarmann, menntamálaráðherra annan, en deild sú, sem kenn-
arinn á að starfa við, hinn þriðja, og er hann formaður nefndarinnar.
í nefnd þessa má skipa þá eina, sem eru kunnáttumenn í þeirri grein,
sem umsækjendum er ætlað að kenna.
Dómnefnd skal láta uppi rökstutt álit um það, hvort af vísinda-
gildi rita umsækjanda og rannsókna, svo og námsferli hans og störf-
um megi ráða, að hann sé hæfur til að gegna embættinu. Álitsgerð
nefndarinnar skal höfð til hliðsjónar, er embættið er veitt, og má
engum manni veita prófessorsembætti við háskólann, nema meiri
hluti nefndarinnar hafi látið í ljós það álit, að hann sé hæfur til þess.
Enn fremur skal leita álits hlutaðeigandi háskóladeildar um um-
sækjendur.
Heimilt er að kveða svo á í reglugerð, að framangreind ákvæði um
veitingu prófessorsembættis skuli gilda um skipun dósenta og sér-
fræðinga við háskólastofnanir.
12. gr.
Þegar sérstaklega stendur á, getur menntamálaráðherra, samkvæmt
tillögu háskóladeildar og með samþykki háskólaráðs, boðið vísinda-
manni að taka við kennaraembætti við háskólann, án þess að það sé
auglýst laust til umsóknar.