Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1957, Síða 139
137
eða nokkrum. Við meistarapróf í íslenzkum fræðum dæma þó kenn-
ararnir einir.
Við þau próf, sem teljast ekki til fullnaðarprófs, skal einn kennari
deildar þeirrar, sem í hlut á, gegna prófdómarastörfum samkvæmt
kvaðningu deildarforseta.
í forspjallsvísindum dæmir kennarinn einn um prófið.
Menntamálaráðherra skipar prófdómendur þá, sem eru ekki há-
skólakennarar, að fengnum tillögum háskóladeildar. Þá eina má skipa
prófdómara, sem lokið hafa viðurkenndu fullnaðarprófi við háskóla
í þeirri grein, sem prófdómari skal dæma, eða getið hafa sér orðstír
fyrir fræðimennsku í greininni. Prófdómendur skulu skipaðir til
þriggja ára í senn.
30. gr.
Háskólaráð ákveður, að fenginni umsögn deildar, hvort viðurkenna
skuli háskólapróf, sem stúdent hefur tekið erlendis, og að hverju
leyti. Setja má almenn ákvæði í reglugerð um viðurkenningu er-
lendra prófa.
VI. KAFLI
Doktorar og meistarar.
31. gr.
Háskóladeildir hafa rétt til að veita doktorsnafnbót. Slíka nafn-
bót má veita annaðhvort í heiðurs skyni eða að undangengnu sér-
stöku prófi. Doktorsnafnbót í heiðurs skyni verður ekki veitt nema
með einróma samþykki atkvæðisbærra deildarmanna og með sam-
þykki háskólaráðs. Háskóladeildir standa fyrir doktorsprófi.
32. gr.
Sá, er æskir doktorsnafnbótar, skal að jafnaði hafa lokið kandí-
datsprófi eða embættisprófi.
33. gr.
Sá, er æskir að taka doktorspróf, skal láta fylgja umsókn sinni
vísindalega ritgerð eða ritgerðir, enda varði ritgerðir, ef því er að
skipta, sama meginrannsóknarsvið og myndi nokkra heild. Umsókn
skal stíluð til hlutaðeigandi háskóladeildar.
í reglugerð skulu settar reglur um doktorspróf.
34. gr.
Hver sá, sem hlotið hefur doktorsnafnbót frá háskólanum, á rétt
18