Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1957, Side 140
138
á að halda þar fyrirlestra í vísindagrein sinni, en tilkynna verður
hann það háskólaráði.
Nú þykir doktor misbeita þessum rétti sínum, og getur þá háskóla-
ráð svipt hann réttinum.
35. gr.
Háskólaráð getur ákveðið í samþykkt samkvæmt tillögum háskóla-
deildar, að heimilt sé að ganga undir meistarapróf í grein, að loknu
embættis- eða kandídatsprófi. Prófið er fólgið í samningu ritgerðar
eða ritgerða, og má áskilja, að umsækjandi gangi einnig undir munn-
legt próf í tilteknum greinum og haldi opinbera fyrirlestra. Ritgerð
skal skila til þeirrar háskóladeildar, sem í hlut á.
Nánari reglur um meistarapróf skal setja í reglugerð.
VII. KAFLI
Stofnanir háskólans og eigur hans.
36. gr.
Háskólaráð hefur yfirumsjón með einstökum háskólastofnunum,
svo sem háskólabókasafni, fyrirtækjum háskólans, svo sem happ-
drætti og kvikmyndahúsi, og með sjóðum skólans og öðrum eigum.
Forseti íslands veitir embætti háskólabókavarðar að fengnum til-
lögum háskólaráðs. Háskólabókavörður skal hafa sérþekkingu í bóka-
safnsfræðum. Nú kennir háskólabókavörður bókasafnsfræði við há-
skólann, og tekur hann þá sömu laun og prófessorar. Háskólaráð
ræður annað starfslið bókasafns eftir því, sem fé er veitt til á fjár-
lögum.
Háskólaráð setur einstökum fyrirtækjum háskólans samþykktir.
Um stjóm sjóða fer eftir því, sem stofnskrár eða aðrar samþykktir
mæla fyrir um.
Um tengsl Atvinnudeildar háskólans við háskólann fer eftir því,
sem segir í HI. kafla laga nr. 68 7. maí 1940 og öðrum lögum, er
þar að lúta, og um tengsl Tilraunastöðvar háskólans í meinafræði
við háskólann, svo sem segir í lögum nr. 11 28. febrúar 1947.
VIII. KAFLI
Kennaraembœtti og kennarastööur viö Háskóla íslands.
37. gr.
Við Háskóla íslands eru þessi prófessorsembætti:
1. í guðfræðideild 4,
2. í læknadeild 8,