Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1957, Side 143
141
Lög nr. 15 6. apríl 1955, um stofnun prófessorsembættis í lækna-
deild Háskóla íslands.
Lög nr. 92 24. des. 1955, um laun starfsmanna ríkisins, 14. gr. B,I,4
orðin „dósentar og“ falli niður.
Lög nr. 122 30. maí 1940, um lyfjafræðingaskóla íslands.
Lög nr. 16 12. marz 1947, um menntun kennara, 15. gr. — í 20. gr.
sömu laga falli niður orðin „við kennslustofnun“.
44. gr.
Þegar lög þessi taka gildi, skal skipa dósenta þá, sem starfa við
háskólann, prófessora.
Bráöabirgðaákvœði.
Stúdentar þeir, er hófu nám í skóla Apótekarafélags íslands haust-
ið 1955, skulu hafa sama rétt og nemendur Lyfjafræðingaskóla ís-
lands til þess að taka próf við læknadeild í lyfjafræði lyfsala, er veiti
þau atvinnuréttindi, sem hingað til hafa fengizt við fyrrihlutapróf.
Baccalaureatus philologiae Islandicae.
Málfræði.
Stefán Einarsson: Icelandic grammar, texts, glossary, bls. 1—180.
Halldór Halldórsson: íslenzk málfræði handa æðri skólum, bls. 1
—176.
Alexander Jóhannesson: íslenzk tunga í fornöld.
Orðabækur.
Sigfús Blöndal: íslenzk-dönsk orðabók.
Guðbrandur Vigfússon: An Icelandic-English Dictionary.
Johan Fritzner: Ordbog over det gamle norske Sprog I—III.
Sveinbjörn Egilsson: Lexicon poeticum ... ved Finnur Jónsson.
Alexander Jóhannesson: Islándisches etymologisches Wörterbuch.
Bókmenntasaga.
Torvelt er, sökum mismunandi málakunnáttu nemenda, að tiltaka
ákveðnar bækur, sem miðað skuli við til prófs. Verða talin hér upp
nokkur rit, sem heppileg eru til þess (merkt **), og velja kennarar
síðan í samráði við nemanda þær bækur, sem til grundvallar skuli
leggja. Um tímabilið 1400—1800 má þó búast við, að stundum þurfi
að fylla upp með lestri smærri ritgerða. Þá eru aðrar bækur, sem
rétt er, að lesnar séu lauslegar eða kaflar úr þeim (merkt *). Loks