Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1957, Síða 149
147
Símon Jóh. Ágústsson,, Lesbók Mgbl. 1939, bls. 337 og 1954,
bls. 160.
27. Jón Trausti (og íslenzk alþýðuskáld).
Stefán Einarsson, ritgerð fyrir ritsafni Jóns Trausta I 1939
(og í Skáldaþingi Stefáns 1948).
Yfirlit um störf Stúdentaráðs 1956—1957.
Skýrsla formanns stúdentaráðs, Bjarna Beinteinssonar.
(Prentuð eftir Vettvangi Stúdentaráðs.)
Skipan ráösins.
Kosningar til Stúdentaráðs Háskóla íslands fóru fram laugardag-
inn 20. okt. 1956.
Fram komu tveir listar, og urðu úrslit sem hér segir:
A-listi, borinn fram af Félagi frjálslyndra stúdenta, Félagi róttækra
stúdenta, Stúdentafélagi lýðræðissinnaðra sósíalista og Þjóðvarnar-
félagi stúdenta, hlaut 262 atkvœöi og fjóra menn kjörna, þá Hjört
Gunnarsson stud. mag., Kristmann Eiðsson stud. med., Unnar Stef-
ánsson stud. oecon. og Hörð Bergmann stud. mag.
B-listi, borinn fram af Vöku, félagi lýðræðissinnaðra stúdenta, hlaut
307 atkvæöi og fimm menn kjörna, þá Bjarna Beinteinsson stud. jur.,
Grétar Ólafsson stud. med., Björn L. Halldórsson stud. jur., Einar
Baldvinsson stud. med. og Þóri Einarsson stud. oecon.
Fyrrverandi kjörstjórn hefur ekki ritað stafkrók um kosningarn-
ar í fundargerðabók kjörstjórnar. Er það allsendis óviðunandi og
verður að víta það harðlega.
Á fyrsta fundi ráðsins, sem haldinn var miðvikudaginn 24. okt.
1956, fór fram stjórnarkjör, og komu fram tveir listar. Þessir hlutu
kosningu og skiptu með sér verkum sem hér segir: Bjarni Beinteins-
son, formaður, Hjörtur Gunnarsson, ritari, Grétar Ólafsson, gjald-
keri.
Þá fundi, sem aðalfulltrúar gátu ekki sótt, sátu varamenn þeirra.
í forföllum formanns var Einar Baldvinsson fundarstjóri á nokkr-
um fundum.
Utanríkisritari var kjörinn Ólafur Egilsson stud. jur.
Fundir.
Fundir í ráðinu voru reglulega haldnir í viku hverri yfir vetrar-
tímann og oftar, ef á þurfti að halda, en yfir sumartímann voru
fundir færri og ekki reglulega haldnir. Talið er, að haldnir hafi ver-