Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1957, Page 152
150
á að verja væntanlegum ágóða til niðurgreiðslu á skuldum stúdenta-
garðanna.
Kaus ráðið því næst þriggja manna nefnd til þess að undirbúa
málið. Þessir menn áttu sæti í nefndinni: Ólafur Sigurðsson stud.
theol., Ólafur St. Sigurðsson stud. jur., Lárus Guðmundsson stud. theol.
Nefndin tók þegar að kynna sér rekstur happdrætta almennt. Auk
þess var rætt við fulltrúa innflutnings- og gjaldeyrisnefndar og
menntamálaráðherra um innflutningsleyfi fyrir bifreið. Voru svör
þeirra á þá lund, að ekki fengjust leyfi fyrir bifreiðum frá Banda-
ríkjunum eða Vestur-Þýzkalandi, eins og nefndin fór fram á. Nefnd-
in skýrði Stúdentaráði frá þessum málalokum og lauk þannig störf-
um sínum.
Allt frá því, er happdrættismálið bar fyrst á góma, var haft fullt
samráð við rektor í því efni, enda hefur hann hinn mesta áhuga á
málinu. Vildi hvorki rektor né stúdentaráð una þessum málalokum
og lagði rektor til, að skipuð yrði ný nefnd til þess að vinna að
málinu, og að í henni ættu sæti einn fulltrúi frá háskólaráði, einn
frá garðstjórn og þrír frá Stúdentaráði. í nefndina voru svo kosnir
þessir menn:
Próf. Ólafur Jóhannesson, próf. Jón Steffensen, Bjarni Beinteins-
son stud. jur,. Einar Baldvinsson stud. med., Lúðvík Gizurarson stud.
jur. Auk þeirra sat rektor fundi nefndarinnar.
Rektor skýrði frá þvi, að unnt myndi vera að fá að láni nægilegt
fé til kaupa á bifreið og til þess að standa straum af óhjákvæmileg-
um kostnaði við undirbúning happdrættisins. Nefndin ræddi allýtar-
lega, hversu helzt bæri að haga undirbúningi happdrættisins, dreif-
ingarkerfi þess og annarri tilhögun. Þá áttu þeir rektor og próf.
Ólafur Jóhannesson viðræður við einstaka ráðherra um málið og
fóru fram á, að leyfi yrði veitt fyrir bifreið frá Bandaríkjunum
eða Vestur-Þýzkalandi (en það taldi nefndin skilyrði fyrir því, að
lagt yrði í stofnun happdrættisins, og að lán fengist til þess).
Endir þessara viðræðna varð sá, að nefndinni var synjað um leyfi
fyrir slíkri bifreið, en nokkur ádráttur gefinn um, að leyfi kynni
að fást fyrir henni nú í vetur. Varð því ekki af frekari framkvæmd-
um að sinni, en brýna nauðsyn ber til, að þessu máli verði haldið
vel vakandi, enda er hér um eitt mesta hagsmunamál stúdenta að
ræða.
Styrkveitingar til Stúdentaráös.
1. Ráðið sótti til Alþingis um að styrkur til ráðsins yrði hækkaður
úr kr. 10.000 upp í kr. 25.000. Var fjárveitinganefnd Alþingis sent
erindi um þetta og sömuleiðis menntamálaráðuneytinu og þessir að-