Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1957, Síða 156
154
Stúdentaráð leggur áherzlu á, að stúdentafulltrúarnir geti fylgzt
með málum í deildum og háskólaráði, tekið þátt í umræðum, hafi
tillögurétt og geti greitt atkvæði um öll mál, sem ekki eru sérstak-
lega undan skilin. Stúdentaráð telur, að ekki eigi að skilja undan
önnur mál en þau, sem varða beint vísindaleg efni, svo sem veitingu
kennaraembætta, vísindalegar álitsgerðir og úrskurði varðandi há-
skólagráður.
í framhaldi af þessu lagði ráðið til við nefndina, aö háskólastúd-
entar fengju fastan fulltrúa í háskólaráöi, sem nyti atkvœöisréttar
og heföi tillögurétt, svo sem að framan greinir. Þó mætti með reglu-
gerð takmarka rétt þessa fulltrúa stúdenta til að taka þátt í mál-
um, sem varða beint vísindaleg efni.
Fulltrúa þennan skyldi stúdentaráð kjósa í maímánuði ár hvert
og þyrfti fulltrúinn að fá % hluta greiddra atkvæða til að vera
rétt kjörinn. Hann skyldi og vera háskólastúdent, þegar hann væri
kjörinn.
í frumvarpinu er gengið til móts við tillögur ráðsins á þennan veg,
sbr. 4. gr. 3. mgr.:
„Nú er mál til umræðu á fundi háskólaráðs, sem varðar sérstaklega stúd-
enta háskólans, og er rektor þá heimilt að kveðja á fundinn fulltrúa stúd-
enta, einn eða fleiri, sem stúdentaráð nefnir til. Hafa fulltrúarnir þar mál-
frelsi, en atkvæðisrétt eiga þeir ekki.“
Að því er stjórn einstakra deilda snertir, voru tillögur ráðsins
mjög á sama veg og um háskólaráð, nema að því leyti, að stjómir
félaga nemenda í hverri deild skyldu kjósa þessa fulltrúa stúdenta.
Skyldu þeir annars hafa tillögu- og atkvæðisrétt um mál öll, önnur
en beint vísinadleg málefni.
í frumvarpinu er málum þessum skipað svo sem hér segir, sbr.
14. gr. 3. mgr.:
„Nú er mál til umræðu á deildarfundi, sem varðar sérstaklega nemend-
ur deildarinnar, og er deildarforseta þá heimilt að kveðja á fundinn fulltrúa
nemenda, einn eða fleiri, er stjórn deildarfélags nefnir til. Hafa fulltrúarnir
þar málfrelsi, en eiga ekki atkvæðisrétt."
II. Akademiskt frelsi.
Stúdentaráð leggur ríka áherzlu á þá skoðun sína, að í Háskóla
íslands skuli ríkja akademiskt frelsi.
Ráðið skilur hugtakið akademiskt frelsi svo, að í því felist tvö
atriði:
1) Háskólakennurum skal í sjálfsvald sett að hvaða rannsóknum
þeir vinna og hvaða skoðanir þeir láta í ljós eða gera grein fyrir í
sambandi við kennslu í fræðigreinum sínum. Engin yfirvöld eru bær