Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1957, Síða 159
157
lengra á þessari braut og setja ákvæði um það í lög þessi, að við
háskólann skuli vera kennarastólar, sem ungir vísindamenn í ýmsum
greinum fái veitingu fyrir til t. d. 3 ára í senn. Með því væri þeim
tryggð aðstaða til vísindastarfa, og háskólinn gæti um leið notið
krafta þeirra til kennslu.
2) Stúdentaráð telur miður heppilegt, hve gjörólíkar reglur gilda
um námshætti í verkfræðideild miðað við aðrar deildir háskólans.
Ráðið vill ennfremur benda á, að e. t. v. er tímabært að athuga,
hvort ekki ætti að breyta verkfræðikennslunni eða gera hana fjöl-
breyttari á þann hátt að tengja hana að einhverju leyti atvinnudeild
háskólans. í því sambandi minnir ráðið á, að víða um lönd er nú
lögð megináherzla á að efla æðri tækni- og verkfræðimenntun vegna
stóraukinnar vélanotkunar og iðnvæðingar.
3) Stúdentaráð dregur mjög í efa, að heppilegt sé að hafa almenna
heimild til að takmarka fjölda þeirra stúdenta, sem skrásetja megi
í deildir.
Ný háskólalög.
Ný lög um Háskóla íslands voru sett á síðasta Alþingi. Lög þessi
snerta á ýmsa lund hagsmuni stúdenta, og þykir því rétt að gera hér
í blaðinu nokkra grein fyrir þeim atriðum laganna, sem stúdentar
telja sig mestu varða. Verður eitt atriði tekið fyrir í senn og efni
þess rakið og meðferð þess á þingi, eftir því sem tök eru á.
Frumvarpið til laga þessara var samið af þar til kjörinni nefnd
fimm manna, er háskólaráð skipaði, og hóf nefndin störf í upphafi
árs 1954. Haustið 1955 skipaði þáverandi menntamálaráðherra sjötta
nefndarmanninn samkvæmt tilmælum háskólans, og varð hann for-
maður nefndarinnar. Áður en endanlega var frá frumvarpinu geng-
ið og það lagt fyrir þingið, var það sent ýmsum aðilum til umsagn-
ar, þar á meðal stúdentaráði háskólans, og var því gefinn kostur á
að koma sjónarmiðum sínum á framfæri við nefndina. Tók nefndin
sumum tillögum stúdenta vel, en öðrum miður, og voru enn nokkur
atriði í frumvarpinu, er það var lagt fyrir Alþingi, sem stúdentum
var þyrnir í auga.
Frumvarpið var lagt fyrir efri deild Alþingis. 8. apríl var það tek-
ið til fyrstu umræðu og síðan vísað til menntamálanefndar efri deild-
ar. Þaðan kom það í maí og var tekið til annarrar umræðu 10. maí
og þriðju umræðu 13. maí. Síðan var það sent neðri deild og fyrst
tekið þar fyrir 17. maí til fyrstu umræðu og vísað til menntamála-
nefndar deildarinnar. Til annarrar umræðu kom frumvarpið síðan
27. maí og átti að keyra það gegnum þriðju umræðu sama dag, en
dróst til morguns. Strax að lokinni þriðju umræðu var það endursent