Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1957, Side 160
158
efri deild, sem að vísu hafði verið slitið, en kom saman aftur til að
samþykkja umræðulaust breytingar neðri deildar. Þar með var frum-
varpið afgreitt sem lög frá Alþingi.
Verður nú getið nokkurra atriða frumvarpsins og laganna.
í frv. var svohljóðandi ákvæði um setu stúdenta í háskólaráði
(í 4. gr.):
Nú er mál til umræðu á fundi háskólaráðs, sem varðar sérstaklega stúd-
enta háskólans, og er rektor þá heimilt að kveðja á fundinn fulltrúa stúd-
enta, einn eða fleiri, sem stúdentaráð nefnir til. Hafa fulltrúamir þar mál-
frelsi, en atkvæðisrétt eiga þeir ekki.
í efri deild urðu umræður um þetta, og var borin fram breyt-
ingartillaga, sem var samþykkt, og hljóðaði greinin þá svo:
Nú er til umræðu á fundi háskólaráðs mál, er varðar sérstaklega stúd-
enta háskólans, og skal rektor þá kveðja á fundinn einn fulltrúa stúdenta,
sem stúdentaráð nefnir til. Hefur fulltrúinn þar málfrelsi og atkvæðisrétt.
Fulltrúa stúdenta var þar með fenginn atkvæðisréttur og rektor
gert skylt að boða hann á fund, ef þar var til meðferðar mál, er varð-
aði sérstaklega stúdenta háskólans. Þarna var gengið nokkru Inegra
til móts við kröfur stúdenta en höf. frv. gerðu. Stúdentaráð hafði
lagt til, að háskólastúdentar fengju fastan fulltrúa í háskólaráði,
sem nyti atkvæðisréttar og hefði tillögurétt, en takmarka mætti
með reglugerð rétt hans til að taka þátt í málum, sem varða beint
vísindaleg málefni.
Er málið kom til neðri deildar þótti mörgum þetta óljóst orðað
(og hafði reyndar sumum fundizt í e. d. líka) og báðu um skýringu,
og er menntamálanefnd deildarinnar hafði farið yfir frv., lagði hún
m. a. til, að þessu yrði breytt á þennan veg, og féllst deildin á breyt-
inguna:
Ávallt er háskólaráð ræðir mál, er varða stúdenta háskólans almennt,
skulu stúdentar eiga einn fulltrúa, er stúdentaráð nefnir til, á fundi háskóla-
ráðs, og skal rektor kveðja hann á fundinn. Hefur fulltrúinn þar málfrelsi
og atkvæðisrétt.
Taldi nefndin þetta nokkru rýmra og skýrara, en ákveða bæri
hins vegar með reglugerð, hvernig færi um framkvæmd þessa. Auð-
vitað er hægt að koma því svo fyrir, að stúdentar eigi fastan full-
trúa í háskólaráði, er víki af fundum, þegar rædd eru þau sérstöku
mál, sem ekki heyrir undir stúdenta að segja neitt um. En það get-
ur verið álitamál, hvaða mál teljast varða stúdenta háskólans al-
mennt. Enda var beðið um skýringu á því, en framsögumaður nefnd-
arinnar taldi það vera á valdi ráðherra að ákveða það með reglu-
gerð. Um það má deila, hvort heldur beri að nefna í reglugerð þá