Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1957, Side 163
161
en þingið felldi fjórar þeirra niður, en setti í staðinn eina grein,
27.gr.:
1 reglugerð háskólans skal setja ákvæði um prófgreinar, próftíma, skipt-
ingu fullnaðarprófs í fleiri en einn hluta, undirbúningspróf, einkunnir og
annað, er að prófunum lýtur.
í greinum þeim, er Alþingi felldi niður, voru talin upp ýmis atriði,
sem heimilt átti að vera að setja í reglugerð, svo sem um misseris-
leg og árleg próf í deildum, sem jafnvel hefðu gildi í fullnaðarprófi
og öllum stúdentum væri skylt að ganga undir, og um það, hvað
oft stúdent megi þreyta próf. Öll þessi heimildarákvæði voru felld
niður, og má af því ráða, að ekki sé heimilt að setja í reglugerð
ákvæði um skyldupróf á hverju vori eða annað af því taginu.
Frekar er ekki ástæða til að rekja lagasetningu þessa að sinni, en
fagna ber þeim framgangi, sem stúdentar fengu sinna mála.
Húsnœöismál.
Stjórn Stúdentaráðs bar á árinu fram við rektor óskir stúdenta
um, að húsnæði það, sem losnað hefur í kjallara háskólans yrði feng-
ið deildarfélögum stúdenta til afnota og þar yrði sett upp kaffistofa
fyrir stúdenta. Allir vita, hve bagalegt það er deildarfélögum há-
skólans að hafa engan samastað til starfsemi sinnar, enga geymslu
fyrir eignir sínar, ekkert herbergi til stjórnarfunda. Þá er knýjandi
nauðsyn, að stúdentar þeir, sem lesa á Háskólabókasafni, hafi að-
gang að kaffistofu, þar sem þeir geti keypt sér kaffibolla eða mjólk-
urglas og etið nestisbita sinn. Mun það óþekkt í erlendum háskólum,
að ekkert slíkt afdrep sé ætlað stúdentum.
Engin lausn hefur enn fengizt þessa máls, en sennilega verður hús-
næðið í kjallaranum notað til kennslu í lyfjafræði lyfsala.
Ungverjalandsmálið.
Um það bil, er núverandi Stúdentaráð tók við völdum, brauzt upp-
reisnin í Ungverjalandi út.
Það var þegar í upphafi ljóst, að stúdentar, rithöfundar og aðrir
uienntamenn stóðu fremstir í flokki uppreisnarmanna ásamt verka-
uiönnum. Kröfðust þeir þess, að akademiskt frelsi og almenn mann-
réttindi væru í heiðri haldin af valdhöfunum, en á því mun hafa
orðið verulegur misbrestur.
Uppreisn þessi kom gífurlegu róti á hugi manna víða um heim,
og svo var einnig hér á landi, svo sem menn mun reka minni til.
Almennur fundur.
Á fundi Stúdentaráðs hinn 1. nóv. var eftir nokkrar deilur sam-
21