Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1957, Síða 165
163
IV. Heimsmeistaramót stúdenta í skák.
Samkvæmt samþykktum fyrri stúdentaráða höfðu verið athugaðir
möguleikar á að halda hér Heimsmeistaramót stúdenta í skák. Ár-
angur þessara athugana varð sá, að hér skyldi haldið IV. Heims-
meistaramótið. Er vissa hafði fengizt fyrir því, að mótið skyldi fara
fram hér, samþykkti stúdentaráð, að skipuð yrði nefnd, er skyldi
hafa allan veg og vanda af móti þessu, og voru þessir aðilar beðnir
að skipa menn í nefndina: Ríkisstjórn íslands (1), Bæjarstjórn
Reykjavíkur (1), Háskólaráð (1), Skáksamband Islands (2), og svo
skyldu eiga sæti í nefndinni 2 menn tilnefndir af stúdentaráði. Að-
ilar þeir, sem leitað var til, samþykktu allir að verða við beiðni stúd-
entaráðs, og varð árangurinn þessi nefnd: Pétur Sigurðsson, formað-
ur nefndarinnar, Baldur Möller, Árni Snævarr, Þórir Ólafsson, Frið-
rik Ólafsson, Bjarni Felixson og Jón Böðvarsson.
Nefndin tók þegar til starfa, og var hennar fyrsta verk að sjá um,
að boðað yrði til mótsins, og jafnframt ákvað hún, að það skyldi
fara fram dagana 11.—27. júlí. Síðan var gengið í að útvega húsnæði,
og varð fyrir valinu Sjómannaskólinn sem heimili þátttakenda meðan
á mótinu stóð, og skyldi jafnframt starfrækt mötuneyti í skólanum,
en Gagnfræðaskóli Austurbæjar var valinn sem keppnisstaður. Rúm-
um mánuði áður en mótið hófst, réði nefndin Þóri Ólafsson sem fram-
kvæmdarstjóra sinn, og vann hann fyrir nefndina þar til mótið hófst,
en þá tók við Grétar Haraldsson. Hann tók einnig við sæti Bjarna
Felixsonar í nefndinni um svipað leyti, en Bjami varð að láta af
störfum sakir anna.
Þátttökutilkynningar fóru að berast strax upp úr áramótum, en
ýmsar þjóðir voru mjög óákveðnar, og var ekki vitað með vissu,
hverjar þær yrðu fyrr en daginn fyrir mótið, en þá höfðu mætt til
leiks þessar þrettán þjóðir auk íslands: Rússland, Búlgaría, Rúm-
enía, Tékkóslóvakía, Mongólía, Ungverjaland, A.-Þýzkaland, Banda-
ríkin, Finnland, Equador, Danmörk, Svíþjóð og England.
Meðal þátttakenda var mikið af frægustu skákmönnum heimsins,
og má þar á meðal nefna þá Tal og Spasskí frá Rússlandi, dr. Filip
frá Tékkóslóvakíu og Larsen frá Danmörku. íslenzku sveitina skip-
uðu þeir Friðrik Ólafsson, Guðmundur Pálmason, Ingvar Ásmunds-
son og Þórir Ólafsson, en varamenn voru Jón Einarsson og Árni G.
Finnsson.
Teflt var í einum riðli og báru Rússar sigur úr býtum. íslenzka
sveitin náði 7. sæti, en ekki skal rætt hér nánar um gang mótsins.
Að loknu móti hélt stúdentaráð dansleik í Sjálfstæðishúsinu fyrir
þátttakendur mótsins samkvæmt ósk nefndarinnar, og fór þar fram