Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1957, Side 168
166
allra íslenzkra stúdenta til að koma málinu áfram. Ef stúdentar sýna
samhug og skynsemi um þetta mál, ætti ekki að þurfa að verða ýkja-
langt, þar til málinu verður komið í farsæla höfn.“
Blaðaútgáfa.
Stúdentaráð gaf út fjögur tölublöð af Stúdentablaði á starfsári
sínu, og er áður getið um hið fyrsta þeirra, 1. des.-blaðið. Á miðjum
vetri var samþykkt tillaga frá meirihluta ráðsins um að gera til-
raun til þess að lífga blaðið við, en undanfarin ár hefur blaðið að-
eins komið út einu sinni á ári, eða í mesta lagi tvisvar sinnum.
Höfðu fyrri stúdentaráð oftsinnis rætt um það á fundum sínum,
að hefja bæri útgáfu blaðsins að nýju, en aldrei komst það í fram-
kvæmd.
Kosnir voru í ritnefnd þeir Magnús Þórðarson stud. jur., Kári Sig-
fússon stud. oecon., og Jón Böðvarsson stud. mag. Nefndin lagði
áherzlu á að leita til stúdenta sjálfra um efni, en sem minnst út
fyrir raðir þeirra.
Fyrsta blaðið með hinu nýja sniði kom út 12. apríl, hið annað 3.
maí, og 17. júní var gefið út mjög vandað hátíðablað. Furðu treglega
gekk að fá efni frá stúdentum, og ber að harma það. I heild sinni
þótti blaðaútgáfan takast vel, og er þess að vænta, að framhald verði
á starfsemi þessari, enda mun nokkru efni þegar hafa verið safnað
fyrir næsta blað.
íþróttir.
Valdimar Örnólfsson tók þátt í þremur skíðamótum stúdenta á
vegum Stúdentaráðs. Var hið fyrsta þeirra haldið í Grenoble í Frakk-
landi, annað í Oberammengau í Vestur-Þýzkalandi, og hið þriðja í
Tékkóslóvakíu. Árangur Valdimars á mótum þessum var afburða-
góður. Varð hann langoftast fyrstur keppenda að marki í þeim grein-
um, sem hann keppti í. Var hann að öllu leyti hinn ákjósanlegasti
fulltrúi íslendinga á þessum mótum, og vill Stúdentaráð færa honum
sérstakar þakkir fyrir.
Almenningssími í anddyri Háskólans.
Mörg undanfarin ár hafa stúdentar margsinnis borið fram þá ósk,
að almenningssíma yrði komið fyrir í Háskólanum, enda augljóst,
hvert hagræði er af slíku. Bæði Háskólaráð og Stúdentaráð hafa
hvað eftir annað sent símayfirvöldunum erindi, þar sem þessari ósk
var komið á framfæri, en þeim öllum verið synjað, þar til í vetur, er
formaður ítrekaði fyrir hönd Stúdentaráðs þessa beiðni. Fékkst leyfi
fyrir símanum, og var honum komið fyrir í anddyri Háskólans
skömmu eftir áramót.