Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1957, Page 169
167
Vinnumiölun stúdenta.
Vinnumiðlun stúdenta starfaði á síðastliðnu starfsári með líku
sniði og undanfarin ár. Kaus stúdentaráð þrjá menn til að veita henni
forstöðu og skiptu þeir þannig með sér verkum: Jóhannes Helgason
formaður, Magnús Sigurðsson ritari, og Auðunn Guðmundsson með-
stjórnandi.
Hófst stjórnin þegar handa um að útvega stúdentum vinnu í jóla-
leyfinu. Með tilliti til fenginnar reynslu fyrri stjórna Vinnumiðlun-
arinnar var ekki farið út á þá braut að senda fyrirtækjum bréf,
heldur var farið til þeirra fyrirtækja, sem eru í mestum önnum um
jólin. Sömuleiðis var fréttatilkynning frá vinnumiðluninni send öll-
um dagblöðum bæjarins. Hélt stjórnin opinni skrifstofu í herbergi
stúdentaráðs í desembermánuði og voru stúdentar hvattir til að leita
til hennar. Árangurinn af þessu varð góður og þurfti ekki að vísa
frá mönnum, sem sóttu um vinnu tímanlega og voru fúsir til að taka
hvaða starfi sem var.
Talsvert var um að stjórnin útvegaði mönnum vinnu hluta úr degi,
sem þeir svo stunduðu jafnframt námi sínu. Tókst sú starfsemi vel,
og má raunar segja, að sú starfsemi sé hvað mikilvægust í starfi
vinnumiðlunarinnar, vegna þess að fjölmargir stúdentar óska eftir
slíkri vinnu, en gengur oft erfiðlega að fá hana.
Er leið að vori, var skrifstofa nefndarinnar opnuð aftur og var
starfrækt með líku sniði og verið hafði fyrir jólin, og var leitað til
ýmissa atvinnurekenda með beiðni um sumaratvinnu fyrir stúdenta.
Allmargir stúdentar sendu þá umsóknir til vinnumiðlunarinnar, en
nokkrir þeirra hófust jafnframt sjálfir handa um að útvega sér at-
vinnu, þannig að ýmsir þeirra, sem sóttu til nefndarinnar, þurftu
ekki á aðstoð hennar að halda þegar til kom. Varð raunin sú, að
nefndin hefði getað útvegað talsvert fleiri stúdentum sumaratvinnu
en hennar óskuðu.
Tala þeirra stúdenta, sem vinnumiðlunin útvegaði atvinnu, skipt-
ist þannig:
Póstburður ..................... 10
Verkamannavinna ................. 6
Verzlunar- og skrifstofustörf ... 8
Kennsla ......................... 2
Rannsóknarstörf ................. 1
Á heilsuhæli .................... 1
Ýmislegt ........................ 5
Samtals 33