Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1957, Blaðsíða 170
168
og er þá ótalinn hópur manna, sem fékk vinnu í skemmri tíma hjá
vinnumiðluninni.
Vinnumiðlunin vill að lokum þakka öllum þeim, sem verið hafa
henni hjálplegir og sýnt þar með góðan skilning á velferðarmálum
stúdenta.
Tónlistarnefnd.
Stúdentaráð var á starfsárinu beðið að tilnefna tvo menn í tón-
listarkynningarnefnd Háskólans. Voru þeir Ólafur Stephensena stud.
med. og Unnar Stefánsson stud. oecon. valdir. Stóð nefndin fyrir
nokkrum kynningum í hátíðasal Háskólans, og voru þær allvel sótt-
ar. Steingrímur J. Þorsteinsson prófessor hefur verið helzti hvata-
maður að starfsemi þessari og að mestu leyti annazt hana.
Lánasjóður stúdenta.
Starfsemi Lánasjóðs stúdenta var óbreytt á háskólaárinu 1956
—1957 frá því, sem verið hefur.
Haustúthlutun.
í upphafi haustmisseris var innistæða sjóðsins í Landsbanka ís-
lands ca. kr. 150.000,00. Sjóðurinn fékk fyrirframgreiðslu af vænt-
anlegum fjárlögum ársins 1957 kr. 300.000,00, hafið því alls kr.
450.000,00 til ráðstöfunar.
Umsóknir bárust frá 95 stúdentum, og var þeim öllum veitt lán.
Lánin skiptust í þrjá flokka eftir upphæðum, I. fl. 5500 kr., II. fl.
4000 kr. og III. fl. 2500 kr.
51 stúdent fékk lán af I. fl.......kr. 280.500,00
17 stúdentar fengu lán af II. fl. ... — 68.000,00
27 stúdentar fengu lán af in. fl. ... — 67.500,00
Haustlánveiting 1956 samtals kr. 416.000,00
Vorúthlutun.
Umsóknir bárust frá 142 stúdentum eða um hálfu fleiri en haust-
ið áður, og af þeim fengu 132 lán.
Innistæða sjóðsins var kr. 368.000,00. Kr. 100.000,00 tókst að út-
vega að láni frá Brunabótafélagi íslands og Tryggingarstofnun rík-
isins, kr. 50.000,00 frá hvorum aðila. Samtals voru því til úthlutunar
um kr. 450.000,00.
Lánunum var enn skipt í þrjá flokka, en nauðsyn reyndist til að
lækka lánsupphæðina í hverjum flokki um kr. 500,00.