Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1957, Side 175
173
Þingið fól næstu rannsóknarnefnd að halda áfram rannsóknum
sínum varðandi stúdentavandamál á Kýpur, Góa og Ungverjalandi.
Einnig var nefndinni falið að hefja rannsókn á vandamálum stúd-
enta í írak, á Spáni og í Tékkóslóvakíu, en stúdentar allra þessara
landa eiga við alvarleg vandamál að stríða.
Gerð var starfsáætlun fyrir næsta ár og lagt fyrir COSEC að
fylgja henni, en COSEC (Coordinating Secretariat of International
Unions of Students) er skrifstofa þingsins og samstarfsskrifstofa
allra þeirra stúdentasamtaka, sem að þinginu standa.
Kjörinn var nýr framkvæmdarstjóri COSEC, Hans Dall frá Dan-
mörku, í stað Bretans John Thompsons, er nú lét af störfum eftir
fimm ára starf.
m. Alþjóöasamband stúdenta — IUS.
Á árinu urðu harðar deilur um afstöðu Stúdentaráðs til IUS. Varð
ágreiningur milli Stúdentaráðs og sambandsins um Ungverjalands-
málið út af ályktun, sem Stúdentaráð sendi framkvæmdanefnd IUS
til samþykktar. Lauk þessum ágreiningi svo, að Stúdentaráð sagði
sig úr lögum við IUS með svofelldri greinargerð:
Á árinu 1954—1955 ákvað þáverandi Stúdentaráð að gerast aðili að Alþjóða-
sambandi stúdenta (I.U.S.). Skoðanir voru þá mjög skiptar meðal stúdenta
gagnvart I.U.S. Mikill hluti stúdenta taldi, að vegna sögu og starfshátta
I.U.S. undanfarin ár kæmi aðild að sambandinu ekki til greina. Bentu þeir
á, að sambandið hefði alla tíð í öllum ályktunum og aðgerðum fylgt nákvæm-
lega utanrikisstefnu Sovétríkjanna. Haldið uppi látlausum áróðri gegn hin-
um vestrænu ríkjum og jafnvel sakað þau um stríðsæsingar. Hins vegar
hefði sambandið aldrei séð ástæðu til þess að mótmæla einu orði, þótt Sovét-
ríkin gerðust sek um margfalt stórfelldari brot á akademísku frelsi og frum-
stæðustu réttindum stúdenta og heilla þjóða í nýlendukerfi Sovétrikjanna
í Austur-Evrópu.
Sem dæmi um fylgispekt I.U.S. við Sovétrikin bentu andstæðingar aðild-
arinnar m. a. á, að I.U.S. taldi enga ástæðu til að mótmæla hrottalegum að-
gerðum hinnar kommúnistísku stjórnar Tékkóslóvakíu gegn tékkneskum
stúdentum í sambandi við valdarán kommúnista þar 1948.
Auk þess var bent á, að nokkru eftir að Tító féll í ónáð í Kreml, sá stjórn
I.U.S. ástæðu til þess að reka júgóslavneska stúdentasambandið úr samtök-
unum án nokkurra saka.
Að siðustu töldu stúdentarnir, að aðild S.H.I. að I.U.S. kæmi ekki til
greina vegna þess, að sambandið væri að mestu myndað af stúdentasam-
böndum, sem ekki gætu talizt fulltrúar stúdenta yfirleitt í heimalandinu.
Annað hvort vegna þess, að þau hefðu aðeins lítinn hluta stúdenta í við-
komandi landi innan sinna vébanda (þá yfirleitt aðeins kommúnistíska stúd-
enta), eða samtökin væru vegna ákvæða félagslaga þeirra hluti af einráðum
stjórnmálaflokkum og störfuðu undir beinni stjórn flokkanna og ákvarðanir
flokkanna væru bindandi fyrir samtökin o. s. frv. Þannig er t. d. ástatt um
stúdentasamtökin í Austur-Evrópu.