Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1957, Qupperneq 177
175
Ársskýrsla íþróttafélags stúdenta 1956—57.
Stjórn félagsins skipa eftirtaldir menn: Sverrir Georgsson stud.
med., formaður, Sigurður G. Sigurðsson stud. oecon., gjaldkeri, Krist-
inn V. Jóhannsson stud. philol., ritari, Ágúst N. Jónsson stud. med.,
varaformaður. Endurskoðendur: Magnús Sigurðsson stud. med., Val-
geir Ársælsson cand. oecon.
Allmargir stjórnarfundir voru haldnir á árinu og ýmis mál tekin
til meðferðar. Mikil áherzla var á það lögð af hendi stjórnarinnar
að hvetja stúdenta til íþróttaiðkana samfara námi, og hefur það bor-
ið talsverðan árangur. Fastir æfingatímar voru í hinum ýmsu grein-
um sem fyrr, og annaðist iþróttakennari háskólans, Benedikt Jak-
obsson, kennslu í þeim öllum. Sú grein íþrótta, sem stúdentar iðkuðu
mest, var körfuknattleikur, en sú íþrótt á mjög vaxandi vinsældum
að fagna hér á landi sem annars staðar. Enn fremur iðkuðu ýmsir
badminton, frjálsar íþróttir, fimleika, áhaldaleikfimi, sund o. fl. í
íímum stúdenta.
Háðir voru á árinu allmargir æfingaleikir í körfuknattleik við
félög í bænum, og einnig við Menntaskólann að Laugarvatni. Er
það nú orðinn fastur liður í vetrarstarfinu að heimsækja Mennta-
skólann að Laugarvatni og leika við nemendur tvo leiki, en þeir
leika svo við Í.S. hér í íþróttahúsi háskólans. Enn fremur voru
leiknir æfingaleikir suður á Keflavíkurflugvelli við íslenzka starfs-
menn þar, svo og við bandarísk körfuknattleikslið þar á staðnum.
Eins og undanfarin ár höfðu stúdentar greiðan aðgang að böðum
íþróttahússins og einnig að Sundhöllinni. Félagið hafði eins og áður
eitt herbergi til afnota í íþróttahúsinu sem skrifstofu og geymslu
fyrir búninga félagsins o. fl. Sérnefndir störfuðu ekki á vegum fé-
lagsins í ár. Ekkert nýtt vannst í stefnuskrármáli Í.S. um endur-
heimt gamalla gripa.
Kvikmyndasýningar voru ekki haldnar á starfsári þessu, sökum
ýmissa örðugleika, m. a. reyndist ókleift að fá nýjar myndir. Annað
skemmtistarf innan félagsins, svo sem kvöldvökur, lá og niðri sök-
um fjárskorts og mikilla anna á öðrum sviðum. Starfsár þetta var
allfjölbreytt og þátttaka í íþróttum með bezta móti, enda mikil
áherzla á það lögð að fá sem flesta með. Árangur stúdenta á íþrótta-
mótum var góður.
Veigamesta verkefni Í.S. á þessu starfsári var utanför körfuknatt-
leiksflokks Í.S. til Svíþjóðar og Danmerkur. Utanför þessi var farin
í tilefni af 30 ára afmæli Í.S., en það er sem kunnugt er stofnað í
febrúar 1927. Benedikt Jakobsson var aðalhvatamaður farar þess-
arar og átti mestan þátt í undirbúningi hennar ásamt stjóm Í.S.