Árbók Háskóla Íslands - 31.12.1999, Blaðsíða 118
Frekari upplýsingar um Rannsóknastofu um mannlegt atferli má finna á heima-
síðu hennar: www.hi.is/~msm
Rannsóknarstofnun
í hjúkrunarfræði
Almennt yfirlit, stjóm og starfslið
Rannsóknarstofnun í hjúkrunarfræði tók til starfa í febrúar 1997 og vinnur eftir
reglugerð nr. 124 frá 28. janúar 1997. Stofnunin flutti í eigið húsnæði á 2. hæð Eir-
bergs haustið 1998 eftir miklar endurbætur og viðgerðir sem stóðu yfir í rúmt ár.
Þarervinnuaðstaða fyrir sérfræðinga. meistaranema og gesti. og fundarherbergi
sem nýtist einnig fyrir fræðslustarfsemi. Unnið hefurverið að uppbyggingu tækja-
kosts, hugbúnaðar og rannsóknatækja.
Stjórn Rannsóknarstofnunarinnar 1999 skipuðu: Marga Thome dósent. formaður,
Erla K. Svavarsdóttir lektor, Helga Jónsdóttir dósent, Herdís Sveinsdóttir dósent,
Margrét Gústafsdóttir dósent. frá haustmisseri 1999 og Ingibjörg Elíasdóttir, full-
trúi meistaranema.
Starfsmenn: Páll Biering var ráðinn sérfræðingur frá 1. september 1998 til tveggja
ára. Ingibjörg Ingadóttir var ráðin ritari í 20% starf. Til stöðu sérfræðings var stofn-
að af hjúkrunarstjórn Landspítalans sem jafnframt greiðir launakostnað. Hlutverk
sérfræðingsins felst í rannsóknastörfum, ráðgjöf til hjúkrunarfræðinga vegna
klínískra rannsókna og í þátttöku í rekstri stofnunarinnar. Allt annað starfslið
stofnunarinnar eru fastráðnir kennarar námsbrautar í hjúkrunarfræði. Auk ritar-
astarfa sér ritarinn um að auglýsa fræðslustarfsemina og lesa yfir rannsóknar-
greinar fyrir kennara. Skrifstofustjóri námsbrautar í hjúkrunarfræði sér um bók-
hald.
Rannsóknir
Hlutverk Rannsóknarstofnunar er m.a. fólgið í stuðningi við rannsókna- og fræði-
störf kennara við námsbraut í hjúkrunarfræði og í samþættingu kennslu og rann-
sókna.
Á árinu 1999 voru samtals 60 rannsóknir í hjúkrunarfræði skráðar í gagnagrunn
RIS (Rannsóknagagnasafn islands). Þessar rannsóknir hafa verið styrktar af
Rannsóknasjóði Háskóla (slands eða af Rannsóknarráði íslands. Rannsóknar-
verkefni eru fjölbreytileg og tengjast í flestum tilvikum ákveðnum hagnýtum og
klínískum úrlausnarefnum. Dæmi um þau eru: Verkir og verkjameðferð. þarfir
foreldra veikra barna. heildræn hjúkrun fótks með lungnasjúkdóma, heilbrigði
kvenna. starfsánægja hjúkrunarfræðinga o.fl. Auk þess hafa kennarar fjármagn-
að rannsóknir með erlendum styrkjum. styrkjum frá Félagi íslenskra hjúkrunar-
fræðinga og með samstarfi við stofnanir og félagasamtök. Dæmi um evrópska og
atþjóðlega rannsókn, sem hefur hlotið erlendan styrk, er skráning og upplýsinga-
tækni í hjúkrun (TELENURSE / ACENDIO) sem er unnin af Ástu Thoroddsen. lekt-
or. í samstarfi við hjúkrunarfræðinga frá Bandaríkjunum. Noregi og Svíþjóð. Mörg
rannsóknarverkefni tengjast starfsvettvangi hjúkrunarfræðinga og hafa hagnýtt
gitdi fyrir heilbrigðisþjónustu, sem birtist í breyttum viðhorfum eða starfsháttum.
Dæmi um hagnýt verkefni eru: Innleiðing og árangur skipulagsbreytingar í hjúkr-
un, rafræn skráning hjúkrunar. geðheilsuvernd mæðra eftir fæðingu. fjölskyld-
uráðgjöfvið barneignir. bætt verkjameðferð. gæðastjórn o.fl. Sum rannsóknar-
verkefni hafa tengst rannsóknarverkefnum meistaranema og einnig lokaverkefn-
um tit B.S.-gráðu í hjúkrunarfræði og efla því tengsl rannsókna og kennslu. Dæmi
um slíkt er: Þróun göngudeildarþjónustu fyrir ungbörn með svefntruftanir og for-
eldra þeirra, þjónusta við foreldra nýbura á vökudeild, mat sjúklinga á hjúkrunar-
þjónustu á bráðadeitd. þættir á vinnustað sem tengjast sálfélagslegum þáttum
heitbrigðis o.fl.
Beitt hefur verið bæði eigindlegum og megindlegum rannsóknaraðferðum í
hjúkrunarfræði og stuðlar það að fjölbreytitegri þróun þekkingar.
Rannsóknarstofnun í hjúkrunarfræði annast einnig þjónusturannsóknir eftir
beiðnum þar um. Á árinu 1999 gerðu formenn stofnunarinnar og Félags ístenskra
hjúkrunarfræðinga með sér samning um þjónusturannsókn til að kanna vinnuá-
114