Árbók Háskóla Íslands - 31.12.1999, Blaðsíða 132
prófessor í lagadeild. og Ragnar Árnason, prófessor í viðskipta- og hagfræðideitd.
Fyrsti starfsmaður stofnunarinnar kom til starfa síðla árs 1998 þegar Geir Odds-
son var ráðinn forstöðumaður. Geir gegndi stöðunni í 25% starfshlutfalli fram á
sumar þegar stöðuhlutfallið var aukið í 50%. [ september var jafnframt ráðinn sér-
fræðingur í hálft starf, Auður H. Ingólfsdóttir.
Meistaranám í umhverfisfræðum
Alls hófu 24 einstaklingar meistaranám í umhverfisfræðum haustið 1999 og eru
þeir skráðir í sex deildir háskótans: Raunvísindadeild. félagsvísindadeild, við-
skipta- og hagfræðideild. heimspekideild, tagadeild og verkfræðideild. Námið
byggist á þverfaglegum námskeiðsgrunni, sérsviði og rannsóknarverkefni. Um-
hverfisstofnun hefur umsjón með náminu og starfsmenn stofnunarinnar tóku
jafnframt þátt í kennstu í nokkrum þeirra nýju námskeiða sem eru í boði vegna
námsins. Stór hluti tíma starfsmanna fór í samskipti við þær deildirsem að nám-
inu koma. sem og samskipti við Nemendaskrá og kennslusvið.
Rannsóknir og þjónustuverkefni
Auk þess að hafa umsjón með meistaranámi er htutverk Umhverfisstofnunar að
efla og samhæfa rannsóknir í umhverfisfræðum innan Háskóla íslands. stuðla að
samstarfi við innlenda og erlenda rannsóknaraðita. skiputeggja ráðstefnurog
fundi. gefa út fræðirit og kynna niðurstöður umhverfisrannsókna.
Umhverfisstofnun er í örum vexti og búast má við að rannsóknarverkefnum fjölgi
mjög ört á næstu mánuðum. Meðat þeirra verkefna sem hafist var handa við árið
1999 má nefna samnorrænt verkefni um samhæfða stjórnun strandsvæða. verk-
efni um mat á efnahagslegu gildi náttúrunnar. verkefni um umhverfisdeilur á ís-
tandi, sérstaklega með tilliti til virkjana og verkefni um samanburð umhverfis-
áhrifa olíuhreinsunarstöðvar og átvers.
Þá unnu þrír nemendur í umhverfisfræðum þjónustuverkefni fyrir verkefnisstjórn
rammaáætlunarinnar ..Maður - nýting - náttúra" sem fólst í því að búa til ítarlega
heimildaskrá yfir fræðigreinar sem fjalta um aðferðir til að meta og flokka virkj-
unarhugmyndir.
Ráðstefnur og þing
Umhverfisstofnun stóð fyrir ráðstefnu í nóvember undir yfirskriftinni „Efnahags-
legt gildi þjóðgarða". Meðat fyrirtesara var norskur prófessor í umhverfishag-
fræði. Stále Navrud. en auk hans fluttu erindi Magnús Harðarson og Vilborg Júl-
íusdóttir frá Þjóðhagsstofnun. Árni Bragason. Náttúruvernd ríkisins, og Davíð
Bjarnason. Landmati. Ráðstefnan var haldin í samvinnu við Þjóðhagsstofnun,
Landvernd, Náttúruverndarsamtök (slands, Umhverfisverndarsamtök [slands.
Náttúruvernd ríkisins. Samtök ferðaþjónustunnar og Ferðamálaráðs.
Annað
Vaxtarverkir hrjáðu starfsemi stofnunarinnar á árinu, en hvorki hafði verið gert
ráð fyrir nægjantegu fjármagni né viðeigandi húsnæði til að hægt væri með góðu
móti að taka á móti og þjónusta þann fjölda nemenda sem hóf nám í umhverfis-
fræðum um haustið. Hvort tveggja stendur til bóta árið 2000. þegar stofnunin mun
fá auknar fjárveitingar og flytja í nýtt húsnæði ásamt Sjávarútvegsstofnun.
Verkfræðistofnun
Verkfræðistofnun Háskóla íslands er rannsóknarvettvangur kennara í verkfræði-
deild. Stofnunin starfar samkvæmt reglugerð og hefur gert það frá 1977. Á henni
eru stundaðar undirstöðurannsóknir verk- og tæknivísinda svo og þjónusturann-
sóknir fyrir íslenskt atvinnulíf. Áhersta er tögð á uppbyggingu aðstöðu fyrir nem-
endur í rannsóknatengdu framhaldsnámi, upplýsingamiðlun um nýjungar á sviði
tækni og vísinda svo og þjálfun verkfræðinga við rannsóknastörf.
Rannsóknastarfsemin og niðurstöður hennar er kynnt reglulega í tímaritsgrein-
um. bókarköftum, skýrslum. fyrirlestrum á ráðstefnum svo og erindum fyrir al-
menning. Stofnunin á víðtækt samstarf við háskóla og aðrar rannsóknastofnanir
bæði innan lands og utan.
Árið 1999 var velta Verkfræðistofnunar um 102.3 mittjónir króna og nærri lætur að
alls hafi verið unnin um 22 ársverk við rannsóknir og þjónustu. Heildarfjöldi
128