Árbók Háskóla Íslands - 31.12.1999, Blaðsíða 131
tugir bæði sérmenntaðs og ófaglærðs starfsfólks. þar af unnu þrír að jafnaði við
bústörf og tilraunadýrahald. Helsta breyting í mannahaldi var að dýralæknir með
sérmenntun í veirufræði hóf störf á árinu.
Rannsóknir
Helstu rannsóknasviðin voru sem fyrr ónæmis- og sjúkdómafræði fiska. hæg-
gengir smitsjúkdómar. þ.e. visna. riða og skyldir sjúkdómar, sníkjudýra- og
sýklafræði, líftækni. svo sem þróun bóluefna. og rannsóknir sem beinast að leit
að hrifefnum í ftéttum. Helstu áfangar sem náðust í rannsóknum og birtust í al-
þjóðtegum ritrýndum tímaritum voru:
• Áhrif umhverfis. stærðar og kyns á ónæmiskerfi þorsks.
• Arfgerðir príongens í íslensku sauðfé m.t.t. næmis fyrir sýkingu.
• Athugun á hvaða hluti hjúppróteins visnuveiru vekur vaxtarstöðvandi mótefni.
Nokkur aukning varð á þjónusturannsóknum í bakteríufræði, einkum vegna
rannsókna á útbreiðslu campytobaktería. Þjónusturannsóknir vegna fisksjúk-
dóma voru svipaðar að umfangi en drógust saman í sníkjudýrafræði. enda ftuttust
rannsóknir á sníkjudýrum í mönnum til Rannsóknarstofu Háskótans við Land-
spítalann.
Alþjóðleg samvinna
Hatdið var áfram að vinna að samvinnuverkefnum sem styrkt eru af Evrópusam-
bandinu. þ.e. á príonsjúkdómum, riðu í sauðfé og Creutzfeldt-Jakob-sjúkdómi.
Allmyndarlegur nýr verkefnastyrkur fékkst frá ESB til rannsókna á útbreiðslu,
samræmingar og endurbóta á aðferðum sem beitt er við greiningu príonsjúk-
dóma í jórturdýrum. Sérfræðingar sem fást við visnurannsóknir taka þátt í ..COST-
action" á vegum ESB og auk þess bættist við þátttaka í rannsóknum á
sníkjudýrum innan ramma þeirrar áætlunar. Einnig fékkst styrkur frá „Nordisk
Kontaktorgan for Jordbrugsforskning" vegna þátttöku Keldna í samnorrænu verk-
efni sem felur í sér samræmingu á aðferðum við rannsóknir á fúkkalyfjaónæmi.
Kynningarstarfsemi
Fræðslufundir voru sem fyrr haldnir mánaðarlega í bókasafni stofnunarinnar að
undanskildum sumarmánuðum. Að auki var efnt til fræðslufunda ef góða gesti
erlendis frá bar að garði. Flestir fyrirlestranna. sem eru öllum opnir og kynntir
allvíða, voru fluttir af heimamönnum en einnig koma hérlendir og erlendir gestir
við sögu.
Nemendur frá náttúrufræðideildum Menntaskólans við Sund og Menntaskólanum
á Akureyri svo og líffræðinemar við H.í. sóttu stofnunina heim og var kynnt starf-
semin.
Annað
Reksturinn stóð í járnum. Launaskrið vegna aðlögunarsamninga sem ekki fékkst
bætt að fullu svaraði til einnar sérfræðingsstöðu og hálfrar stöðu aðstoðarmanns
en á móti kom að framlag fékkst á fjárlögum til að ráða einn nýjan sérfræðing.
Verkefna- og tækjakaupastyrkir námu um 31,5 milljónum króna og voru 5 miltj-
ónum lægri en í fyrra. I flestum tilvikum var um að ræða tiltölulega lágar upp-
hæðir frá innlendum sjóðum. Stærsti styrkurinn var þriggja ára styrkur frá ESB
að upphæð 6.4 m.kr. til rannsókna á riðu í jórturdýrum.
Lokið var endurbótum á húsrými fyrir tilraunamýs og uppfyllir það nú ströng skil-
yrði um aðbúnað fyrir mýs og menn, þannig að vinnuaðstaða hefur tekið stakka-
skiptum og hafa allmargir kennarar við Háskóla íslands nýtt sér hana auk heima-
manna. Hafnarvoru gagngerar endurbætur á efri hæð Rannsóknarstofuhúss II
(Miðhúss).
Umhverfisstofnun
Umhverfisstofnun Háskóta íslands (UHÍ) var stofnuð með reglugerð árið 1997, en
segja má að fyrsta formlega starfsárið hafi verið 1999. Stærsta verkefnið sem
unnið var að á árinu var skipulagning og umsjón með meistaranámi í umhverfis-
fræðum en fyrsti hópurinn hóf nám haustið 1999.
f stjórn Umhverfisstofnunar áttu sæti Júlíus Sólnes. prófessor í verkfræðideild,
sem jafnframt var formaður stjórnar, Þóra Ellen Þórhaltsdóttir. prófessor í raun-
vísindadeild. Gísli Pálsson, prófessor í félagsvísindadeild. Gunnar G. Schram.