Árbók Háskóla Íslands - 31.12.1999, Blaðsíða 141
Félagsstofnun stúdenta
Félagsstofnun stúdenta (FS) er sjálfseignarstofnun með sjálfstæða fjárhags-
ábyrgð. Aðild að henni eiga menntamálaráðuneytið, Háskóli íslands og allirskrá-
settir stúdentar innan hans. Rekstrarár FS hefst 1. júní ár hvert og eftirfarandi
texti á við rekstrarárið 1. júní 1998 - 1. júní 1999. Á því tímabili rak FS sex deildir:
Stúdentagarða. Bóksölu stúdenta, Ferðaskrifstofu stúdenta. Kaffistofur stúdenta.
Leikskóla FS og Atvinnumiðstöðina og voru starfsmenn fyrirtækisins 72 talsins.
Stjórn FS skipuðu á árinu: Guðjón Ólafur Jónsson, formaður, Ragnar Hetgi Ólafs-
son og Dagur B. Eggertsson, fulltrúar stúdenta, Atli Atlason. fulltrúi menntamála-
ráðuneytis. og Kristján Jóhannsson. fulttrúi H.í.
Helstu verkefni FS árin 1998 og 1999 voru eftirfarandi:
30 ára afmælishátíð FS
Félagsstofnun stúdenta átti 30 ára afmæli á árinu. Hatdið var upp á afmætið með
ýmsum hætti. Afmælismerki var hannað til að standa með merki FS. FS-btaðið
sem dreift er til allra háskólanema ártega var stærra og í meira upptagi en venju-
lega í tilefni af afmæiinu og var að auki dreift til elsta árgangs framhaldsskóla-
nema á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Stúdentum var boðið á Sóton ístandus fjögur
fimmtudagskvöld í röð þarsem FS bauð upp á skemmtiatriði. Megas. Súkkat,
Bítlarnir, rithöfundar og spunaleikarar komu fram. Árleg veista fyrir börn sem búa
á stúdentagörðum var haldin og var hún óvenju vegleg í tilefni af afmætinu. Titboð
var á ferðum til Minneapotis á vegum Ferðaskrifstofu stúdenta og á bókum í Bók-
sötu stúdenta í samvinnu við Háskólaútgáfuna. Lokaatburðurinn tengdur afmæt-
inu var dansleikur á Broadway með Páli Óskari og Casino sem stúdentum var
boðið á.
Nýr stúdentagarður
Fyrri htuti nýs stúdentagarðs. Skerjagarðs. var vígður í upphafi haustmisseris
1998 og síðari htutinn í upphafi vormisseris 1999. Á garðinum eru 79 einstak-
lingsíbúðir. þar af tvær fyrir fatlaða og ein í eigu H.í.
Verkefnastyrkur Félagsstofnunar stúdenta
Verkefnastyrkur Félagsstofnunar stúdenta er veittur þrisvar á ári. Tveir styrkir
eru veittir við útskrift að vori. einn í október og einn í febrúar. Nemendur sem
skráðir eru til útskriftar hjá Háskóta íslands og þeir sem eru að vinna verkefni
sem veita 6 einingareða meira í greinum þarsem ekki eru eiginleg toka-
verkefni geta sótt um styrkinn. Markmiðið með styrknum erað hvetja stúdenta
til markvissari undirbúnings og metnaðarfyltri lokaverkefna og jafnframt að
koma á framfæri og kynna frambærileg verkefni. Styrkina htutu: Andri Stefáns-
son fyrir M.S.-verkefni sitt í jarðefnafræði „Efnaveðrun og efnarof á vatnasviði
Laxár í Kjós og leysni og mettunarástand frumsteinda í basatti í vatni". María J.
Ammendrup fyrir M.A.-verkefni sitt í félagsfræði „Vinnuviðhorf Islendinga".
Signý Marta Böðvarsdóttir fyrir B.S.-verkefni sitt í viðskiptafræði „Mögulegur
ávinningur túnfiskveiða”. Hrund Gunnsteinsdóttir fyrir B.A.-verkefni sitt í
mannfræði „Hið falda handrit - Óformleg andspyrna í stríðinu í fyrrverandi
Júgóslavíu".
Lokaverkefnabanki
Lokaverkefnabanki var settur í gang innan Atvinnumiðstöðvarinnar. Markmiðið
með honum er að auðvelda nemendum teit að áhugaverðum verkefnum til að
vinna sem lið í námi tit lokaprófs. Mun bankinn hatda utan um hugmyndir að
verkefnum sem fyrirtæki og stofnanir vilja láta vinna fyrir sig.
Kaffistofur stúdenta
Hafin var framteiðsta á bökkum með fersku salati hjá Kaffistofum stúdenta og eru
þeir seldir á ötlum kaffistofunum.
Breytingar í Bóksölu
Breytingar voru gerðará húsnæði Bóksölu stúdenta á árinu en hún varstækkuð
til muna og sett var upp sérstök tölvubókadeitd á efri hæð.
Bókanir á Netinu
Heimasíða Ferðaskrifstofu stúdenta tók töluverðum breytingum hvað varðar útlit
og þjónustu á árinu. Þar á meðal var komið upp tengingu frá heimasíðu Ferða-
skrifstofu stúdenta í Amadeus-farbókunarkerfið og geta nú viðskiptavinir bókað