Árbók Háskóla Íslands - 31.12.1999, Blaðsíða 113
Pasteur Mérieux. Því er stjórnað af Sigurveigu Þ. Sigurðardóttur barnalækni og
Ingileifi Jónsdóttur dósent.
• Sýkingarmódel í músum. Þessar rannsóknir eru unnar af tveimur starfs-
mönnum Rannsóknastofu í ónæmisfræði (tvö ársverk) í samstarfi við próf-
essor í lyfjafræði, sérfræðinga Chiron Vaccins á Ítalíu og Pasteur Mérieux í
Frakklandi. Þær eru styrktar af Pasteur Mérieux. Rannsóknasjóði Háskólans
og Nýsköpunarsjóði námsmanna og stjórnað af Ingileifi Jónsdóttur dósent.
• Framvirk rannsókn á orsökum og meingerð iktsýki. Þetta verkefni hefur verið
styrkt að hluta af Rannís og Vísindasjóði Landspítalans. Samstarfsaðilar eru
gigtarlæknará Landspítalanum en fjórir starfsmenn rannsóknastofunnar
unnu að því. samtals um tvö ársverk. Fyrstu niðurstöður hafa verið kynntar á
nokkrum ráðstefnum og ein grein bíður birtingar. Arnór Víkingsson og Þóra
Víkingsdóttir stjórna þessu verkefni í samvinnu við forstöðumann.
• Tengsl ættlægra gigtarsjúkdóma við arfbundna galla í komplímentkerfinu.
Þetta verkefni hefur verið styrkt að hluta af Rannsóknasjóði Háskólans og
Vísindasjóði Landspítatans. Fjórir starfsmenn rannsóknastofunnar hafa í
samvinnu við Kristján Steinsson yfirlækni unnið að þessu verkefni, samtals
um tvö ársverk. Niðurstöður hafa verið kynntar á vísindaráðstefnum og í
greinum á alþjóðtegum vettvangi. Kristín H. Traustadóttir hefur stjórnað
verkefnipu í samvinnu við Kristján Erlendsson.
• Hlutdeild komplímentkerfisins í gigtar- og kransæðasjúkdómum. Þetta verk-
efni hefur verið styrkt af Rannís. Samstarfsaðilar eru gigtar- og hjartalæknar á
Landspítalanum. en þrír starfsmenn rannsóknastofunnar unnu að því samtals
um eitt og hálft ársverk. Niðurstöður hafa verið kynntar á vísindaráðstefnum,
og greinar hafa birst eða bíða birtingar á alþjóðlegum vettvangi. Verkefninu er
stjórnað af Guðmundi J. Arasyni.
Annað
Auk ofangreindara verkefna hefur starfsfólk rannsóknastofunnar unnið að
ýmsum umfangsminni rannsóknum. Forstöðumaður og Ingileif Jónsdóttir starfa
einnig í undirbúningsnefnd fyrir næsta alþjóðaþing ónæmisfræðinga.
Ingileif Jónsdóttir fékk á árinu nýjan styrk til rannsókna á bólusetningu nýbura frá
lífvísindaáætlun ESB fyrir árin 2000-2003.
Greinar í alþjóðlegum tímaritum
• Guðmundur J. Arason. Susannah DAmbrogio. Thóra Víkingsdóttir. Ásbjörn
Sigfússon, Helgi Vatdimarsson. Enzyme immunoassay for measuring comp-
lement-dependent prevention and solubilisation of performed antigen-antibody
complexes. J. Immunol. Meth. 1999: 223:37-46.
• Á. S. Guðmundsdóttir. H. Sigmundsdóttir. B. Sigurgeirsson, M. F. Good. H.
Valdimarsson. I. Jónsdóttir. Is an epitope on keratin 17 a major target for au-
toreactive T lymphocytes in psoriasis? J. Clin. Exp. Immunol. 1999:117:580-586.
• Hávard Jakobsen, Eiríkur Sæland. Sveinbjörn Gizurarson. Dominique Schulz
og Ingileif Jónsdóttir. Intranasal immunization with pneumococcal potysacc-
haride conjugate vaccines protects mice against invasive pneumococcal in-
fections. Infect. Immun. 1999: 67:4128-33.
• Hávard Jakobsen. Dominique Schulz. Mariagrazia Pizza, Rino Rappuoli og
Ingileif Jónsdóttir. lntranasal immunization with pneumococcal polysaccharide
conjugate vaccines with non-toxic LT-mutants from Escherichia coli as
adjuvants protects mice against invsive pneumococcal infections. Infect.
Immun. 1999: 67:5892-5897
• H. M. Ögmundsdóttir. S. Sveinsdóttir. Á. Sigfússon, I. Skaftadóttir, J. G. Jónas-
son og B. A. Agnarsson Enhanced B vell survival in familial macroglobulina-
emia is associated with increased expression of Bcl-2. C. Exp. Immunol. 1999:
117(21:252-60.
Rannsóknastofa
Viðamesta verkefni rannsóknastofu í veirufræði eru þjónusturannsóknir á sviði
veirugreiningarfyrir heilbrigðiskerfi landsmanna. Auk þessa eru faraldsfræðilegt
eftirlit veirusjúkdóma, ráðgjöf fyrir heilbrigðisstarfsfólk. ráðgjöf og eftirlit með
bólusetningum, fræðsla og klínískar rannsóknir og grunnrannsóknir á veirum og
veirusýkingum og ritstörf þar að lútandi snar þáttur í starfsemi rannsóknastofunnar.