Árbók Háskóla Íslands - 31.12.1999, Blaðsíða 60
Síðari áfangi hins nýja námskerfis hefur verið í undirbúningi frá árinu 1997 og var
skipuð sérstök nefnd innan deildarinnar til að undirbúa og kynna breytingarnar
ásamt því að semja reglur um hina nýju námsskipan. m.a. um námseiningamat
og afnám hlutaskiptingar. Nefnd þessi skilaði af sér skýrslu í árslok 1998 og var
hin nýja námsskipan samþykkt á deildarfundi í febrúarmánuði 1999 í formi reglu-
gerðarbreytinga. Voru breytingarnar staðfestar tvívegis í háskólaráði og tóku gildi
frá og með haustmisseri 1999. Þær voru síðar birtar sem sérstök reglugerð fyrir
lagadeild Háskóla íslands nr. 900/1999. Á fundi í lagadeild 25. maí 1999 voru jafn-
framt settar sérstakar deildarreglur um alla helstu þætti námsins. kjarnanám.
kjörnám og æfingaskyldu, auk reglna um gildistöku og lagaskil.
Boðið hefur verið upp á 12-15 kjörgreinar við deildina á hverju misseri. að nokkru
mismunandi greinar frá ári til árs. Alls eru kjörgreinar þessar orðnar um 50. en
nokkrar þeirra hafa þó ekki verið kenndar vegna of lítillar aðsóknar. Kjörgrein er
ekki kennd ef skráðir nemendur eru færri en 10 við lok innritunarfrests að vori. Á
vormisseri 1999 voru kenndar 11 kjörgreinar og 10 á haustmisseri. Vegna tak-
markaðra fjárveitinga er nú tekið fram í reglum um kjörnám. að jafnaðarlega
skuli ekki kenndar fleiri en 10 kjörgreinará misseri.
Deildarforseti vann á árinu að nýjum hugmyndum um framhalds- og rannsóknar-
nám við lagadeild, sem stefnt er að frá og með haustinu 2001. Taka þær fyrst og
fremst til doktorsnáms og meistaranáms á ensku. Auk þess var unnið áfram að
undirbúningi reglna um þverfaglegt framhatdsnám lögfræðinga til meistaraprófs í
sjávarútvegsfræðum og umhverfisfræðum. Kosin varsérstök meistaranámsnefnd
í lagadeild til þess að meta umsóknir í námið og fjalla um námsáættanir nem-
enda.
Lagadeitd 1995 1996 1997 1998 1999
Skráðir stúdentar 530 484 457 419 426
Brautskráðir Cand.juris.-próf 48 40 42 66 80
Kennarastöður 9 11 11 13 13
Aðrir starfsmenn 1.5 1.5 2.5 1.5 1.5
Stundakennsla/stundir Útgjöld (nettó) í þús. kr. 33.875 41.049 45.417 67.457 7.500 74.522
Fjárveiting í þús. kr. 34.464 39.007 41.711 49.704 66.517
Tölur um skráða stúdenta miðast við janúar árið eftir, þ.e. mitt námsárið.
Ekki áttu sér stað neinar umtalsverðar breytingar á kennstuhúsnæði tagadeildar
á árinu 1999. Haldið var áfram endurbótum í Lögbergi, húsi tagadeitdar. sem og á
tölvu- og tækjakosti deildarinnar, en þeim endurbótum miðar hægt vegna tak-
markaðra fjárveitinga. Nýtt loftræstikerfi var þó sett í herbergi starfsmanna í suð-
urhlið hússins. og tokið var að mestu nettengingu innanhúss í tötvukerfi starfs-
manna.
Á haustmisseri 1999 voru skráðir nemendur í tagadeitd samtals 426 og skiptust
þannig: Á fyrsta ári 185. á öðru ári 49, á þriðja ári 53. á fjórða ári 57 og á fimmta
ári 54. þ.e. 398 hefðbundnir laganemar. Þar við bættust níu aðrir nemendur, þ.m.t.
útskrifaðir lögfræðingar. sem sóttu einstök námskeið við deildina, 16 erlendir
stúdentará vegum Nordptus- og Erasmus-áættananna, einn meistaranámsnemi í
sjávarútvegsfræðum og tveir meistaranámsnemar í umhverfisfræðum. Htutfalt
kynjanna í lagadeitd var jafnt. 213 kartar og 213 konur.
Brautskráðir kandídatar frá lagadeild á árinu 1999 voru samtals 80. 33 konur og
47 kartar. Þeir voru 15 í febrúar, 41 í júní. og 24 í október. Af þessum 80 kandídöt-
um tóku um 25 hluta kjörnáms síns við erlenda háskóla.
Á síðari árum hefur fjötgað mjög kostum taganema til að stunda hluta náms síns
við ertenda háskóla. einkum í tengslum við Nordplus- og Erasmus-áætlanimar,
og fer þeim laganemum fjölgandi með ári hverju. sem það gera. Þannig stunduðu
24 íslenskir laganemar nám við háskóta í Evrópu á árinu 1999 og tveir í Banda-
ríkjunum.