Hlín - 01.01.1922, Page 51

Hlín - 01.01.1922, Page 51
49 Hlin sem jeg hafði vanist í foreldrahúsum, einkum stjetta- eða mannamunurinn. Breiðfirsku bændurnir voru eins og kóngar, sem allir lutu. Par sem jeg þekti til þjeraði vinnu- fólkið húsbændurna, jafnvel börn foreldra sína. F*að er naumast hægt að trúa því, hver munur var gerður á hús- bændum og hjúum, einkum vinnukonum, þær voru ekki hátt settar, mjer fanst þær næstum eins og vinnudýr, sem urðu að hlýða valdboði húsbændanna og oft dutl- ungum vinnumannanna. — Víðast mun hafa verið sá siður, að húsbændurnir höfðu annan og betri mat en vinnufólkið. — Mjer er í minni, hve mjer fanst mikið til um þennan mannamun, þegar jeg kom fyrst i Flat- eyjarkirkju. Alt svo kallað fyrirfólk hafði sjer sæti og gekk um aðrar dyr en almúginn. þetta sæti náði yfir hálfan kórinn með svo háu baki og bríkum, að fólk, sem sat þar, sást varla úr framkirkjunni. Það var nefnt »Danska sæti«, og þótti sæmd mikil, ef alþýðumanni eða konu var boðið þar sæti. Stuttu eftir að jeg kom til Eyjanna var kirkjan rifin og þá hvarf þetta sæti. Margt bar nýtt fyrir augu dalabarnsins, sem lítið hafði sjeð nema hesta, kýr og kindur, en hjer var alt á fleygi- ferð, fuglar fljúgandi, syngjandi, jafnvel heilir hópar af æðarfugli heim í hlaðvarpa,1) róandi spiábátar, sem dag- lega koma heim ^hlaðnir alskonar björg. Mjer flaug í hug, hjer hlýtur að vera mikið Oósenland. En lengi var mjer þó minnistæðastur nýi húsbóndinn, þórarinn í Látrum, þetta heljarmenni, hann var með allra stærstu mönnum, tveggja manna maki að kröftum og ákaflega svipmikill, með miklar loðnar augabrýr. F’ótt liðin sjeu nærfelt 60 ár, þá man jeg glögt fyrsta sam- talið. Þegar jeg hafði heilsað, spyr hann hvernig mjer lítist á mig hjer, jeg svaraði fáu. Svo segir hann: »Nú 1) Flestir íslenskir fuglar hafast við álft eða rjiípa. Breiðafjarðareyjnm, ekki þð

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.