Hlín - 01.01.1922, Page 58

Hlín - 01.01.1922, Page 58
56 Hlln ingabók kom út, held jeg að flestar konur hafi haft svolítið húsapótek heima hjá sjer. Það mátti heita að sjóferðir stæðu yfir ár út og ár ipn, nema þegar ísa lagði. Fyrst á vorin hrognkelsaveiði, svo að hreinsa til fyrir æðurinn, búa til hreiður og setja upp hræður, svo leitir að eggjum og dún. — Helsti vargur í varpi voru hrafn, kjói, örn og svartbakur, en það var líkt með hann og.tófuna, sagt er að hún bíti ekki nærri greninu, oft var þjettast varp kringum svart- bakshreiðrin, en æðarungana drap hann miskunnarlaust, var líka gerður útlægur og rjettdræpur eftir fuglafriðunar- lögunum. — Ekki dugðu hræðurnar ætíð til að fæla örn- inn, þá var það ráð tekið, að gera brennu úr alskonar óþverra, sem sterka lykt lagði af, svo sem grút, þangi og þess háttar, þetta var gert á mörgum stöðum sama dag, svo assa gamla hafði hvergi frið fyrir gvælu, oft dugði þetta, örninn hvarf. En langverstur vargur í varpi var tófan. Hún kom oft út til Eyjanna þegar ísa lagði, og bar við að ein eða tvær urðu eftir, þegar isa leysti, var það eitt hið erfiðasta viðfangsefni að leita uppi tófu, en aldrei var hætt við það fyr en hún náðist, og var hún þá tafarlaust drepin. Ef hún náðist ekki strax, gat hún á einum sólarhring eyðilagt heilar eyjar, fuglinn hræddist hana og svo bruddi hún eggin takmarkalaust, enda var ekki beðið boðanna, ef hennar varð vart, heldur fóru alfir sem vetlingi gátu valdið í tófuleit, gangandi. hlaupandi, róandi, og áfram var haldið dag og nótt, uns hún náðist. — Það má nærri geta, hvort ekki hafi verið nokkur spor að hlaupa t. d. í Látrum, þar sem jeg var, það var sagt að undir þá eyju lægju 120 hólmar og sker, og í dúnleit varð að fara þrisvar til fjórum sinnum á hverju vori. Næstu sjóferðir voru svokallaðar fjárferðir. Eftir að fugl fór að hreiðra sig, mátti engin sauðkind vera í eyj um, ekki hundur eða köttur, ekkert nema kýrnar, alt varð

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.