Hlín - 01.01.1922, Side 69

Hlín - 01.01.1922, Side 69
H'lln 67 Islenskir skór og bæting þeirra. Vonandi iíða ekki mörg ár enn, þar til við getum gengið á al-íslenskum skóm, bæði hversdagslega og á helgum, inni og úti. Jeg á við, að úr okkar íslensku skinnum og húðum verði unnið alt verkefni, jafnt í laglega útlítandi innanhússskó sem öll gangstígvje! með þynnri eða þykkri sólum. Ingólfur alþingismaður í Fjósatungu sýndi mjer á dög- unum hanska úr íslensku dilkaskinni. Kunningi hans, Porsteinn Davíðsson, sem vinnur á sútunarverksmiðju nálægt New-York, hafði sent honum hanskana. Jeg dáð- ist að, hve hanskarnir voru laglegir, og skinnið traust og útlits-líkast dog-skinni (það er skinn af stórum hund- um, sem algengt er að notað sje í hanska). Petta styrkti mig enn betur í trúnni á islensk skinn og skinnagerð. Kona hjér í bænum hefir gert laglega íslenska skó með gamla laginu úr rauðbrúnu sútuðu sauðskinni frá sútunarverksmiðju Haraldar Guðnasonar. Skór þessir hafa verið til sölu hjer og kosta kr 3.00. — Þessir skór eru að vísu snotrari en gömlu skórnir okkar, og þess vegna keypti jeg mjer þá til reynslu. En þar eð þeir entust illa og ljókkuðu fljótt, fjekk jeg mjer ekki nýja af því tægi, enda fanst mjer þeir ekki samsvara verðinu að gæðum. — Jeg hef síðan horfið aftur að gömlu sauðskinnsskónum til inninotkunar, því ætíð hefi jeg kunnað vel við þá á fótunum. Hinsvegar hefir Haraldur sútunarmeistari lofað mjer því að gera nýjar tilraunir til að súta skinn,' er svari betur tilgangi en rauðbrúna skinnið hans gerði. Matthea systir mín hefir í mörg ár gert börnum okkar systkina mjög hentuga og snotra skó með svipuðu lagi 5*

x

Hlín

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.