Hlín - 01.01.1932, Blaðsíða 44
42
fflín
svangur smali og veiðimaður hefur neytt þeirra með
glöðum og þakklátum huga«. Ætli margur íslenskur
smali tæki ekki undir þetta. — Allir kannast við berja-
skyrið, það er holl og ljúffeng fæða, sem ætti að nota
sem mest.
Jeg heyri sagt, að í sumum sveitum sjeu ber enn i
dag notuð saman við mjólk og skyr. — Það er líka
gleðilegt tímanna tákn, að íslenskar húsmæður eru
farnar að bera fram fyrir gesti sína íslensk ber i stað
niðursoðinna, útlendra aldina, þann stutta tíma, sem
berin okkar eru nothæf til þess. Það ættu þær sem
flestar að gera og ekki þykja minkun að, heldur þvert
á móti.
Það er líka, sem betur fer, að tíðkast nokkuð að
sjóða berjamauk og saft úr íslenskum berjum, kræki-
berjum og bláberjum, en það ætti að verða ennþá al-
mennara. Krækiber eru ágætlega keimgóð í saft. Sum-
um gefst vel að mala saman ber og rabarbara í vjel í
mauk (sultutau), er það fljótleg aðferð.
í Noregi er það mjög algengt að brugga borðvín úr
viltum berjum. Það er varla til svo fátækt sveitaheim-
ili. að þar sje ekki til berjavín að gæða gestum á, sem
að garði koma, er það oft borið fram í kaffistað. —
Það er í frásögur fært, að Páll biskup í Skálholti hafi
bruggað vín úr krækiberjum 1203. Hafði hann til þess
aðstoð útlends 'manns, sem var þar á staðnum.51'
Alt fram á vora daga tíðkaðist það alment til sveita
að geyma krækiber í skyri. »Sitt lagið af hverju, skyri
og berjum«, segir Þórður frá Svartárkoti að hafi tíðk-
ast í hans ungdæmi, geymdust berin vel og gerðu súra
skyrið enn ljúffengara. Ættum við ekki að geta komist
* Menn brugguðu sjálfir öl allsstaðar á Islandi lengi fram
eftir öldum, segir Eggert Ólafsson, en fluttu malt og mjöð
frá Noregi. Það tíðkast enn til sveita í Noregi að brugga
jólaöl.