Hlín - 01.01.1932, Side 69
Hlin
(i7
ert vit á því að andmæla þessu, og í öðru lagi fann jeg
til þess að rök prófastsins voru góð og gild. En þá
skaut upp annari hugsun í höfði. mínu. Skýjaborgirn-
ar, draumarnir um frægð, mentun og frama, ætluðu
þarna alt í einu að verða að engu. Jeg l'eit í barnslegri
einfeldni til prófastsins og sagði honum, að þá ætlaði
jeg að halda áfram austur á Fljótsdalshjerað. Jeg
hafði heyrt, að sjera Páll í Þingmúlá tæki pilta til
kennslu allan veturinn fyrir vinnu þeirra að sumrinu.
Kona hans væri frændkona mín, og þau mundu leið-
beina mjer, ef þetta brygðist. Hann virtist í fyrstu
hissa á þessu, en spurði svo, eftir stutta íhugun, hvort
jeg hefði peninga til þess að komast austur í Fljóts-
dalshjerað. Jeg sagði honum, að jeg ætti tvær krónur,
sem amma mín hefði gefið mjer. Hann brosti, en sagði,
að jeg kæmist ekki austur í Fljótsdalshjerað fyrir þá
peninga; jeg þyrfti að kaupa fylgd yfir margar ár, og
væri öllum vegum ókunnugur. Þar að auki væru marg-
ar hættur á þeirri leið fyrir fótgangandi ungling. Nú
virtist koma mikill alvörusvipur á prófastinn, þegar
jeg sat við minn keip. Hann bauð mjer þá að vera hjá
sjer, þar til jeg hefði skrifað föður mínum og falið
honum að ráða fram úr þessu, og sagðist skyldi borga
mjer kaup á meðan. Hann kvað föður minn hafa falið
sjer að annast um mig. Jeg væri einkasonur hans, og
hann vildi ekki hætta á það, að jeg færi einn fótgang-
andi austur, nema skriflegt samþykki frá föður mín-
um lægi fyrir. Mjer leist vel á kaupið, sem hann bauð
mjer, þó það mundi ekki vera kallað mikið núna, og
samþykti að lokum að vera kaupamaður hjá honum,
þar til svarið kæmi frá föður mínum. Þegar þetta var
ráðið, gekk jeg út fyrir túngarðinn. Einstæðingsskap-
urinn, vinaleysið og sú tilfinning, að jeg hefði alger-
lega orðið undir í viðskiftum mínum við prófastinn,
settist að mjer og gerði mig hryggan. Jeg hristi þetta
5*