Hlín - 01.01.1932, Síða 73
HUn
71
til skiftis einu sinni á ári. Sagan um norðurferð mína
hafði þá borist til eyrna frú Margrjetar. Hún hafði
haldið spurnum fyrir um það, hvenær jeg mundi leggja
á stað í ferðina. Tveim dögum áður en jeg ætlaði að
leggja á stað norður, komu boð frá henni til mín, að
hún þyrfti að finna mig strax. Jeg brást þá jafnskjótt
við, fjekk lánaðan hest og fór upp að Hallormsstað.
Hún kvaðst þá hafa frjett um allar mínar fyrirætlanir.
Sér virtust hyggindi mín og varfærni ekki svara til
dirfskunnar, og svo væri sjálfsagt ofmikið í mér af
kappgirni. Jeg væri ennþá of ungur til þess að ráða
öðra eins og því að leggja einn, gangandi norður í land.
Allra veðra væri nú von á öræfunum, og ekkert annað
væri líklegra en það, að jeg viltist og yrði úti. Nú yrði'
jeg að fara að sínum og annara ráðum. Hún og maður-
inn sinn hefðu skroppið upp að Valþjófsstað í gær.
Þar hefði það orðið að ráði, að jeg skyldi hætta við
ferðina norður og fara í Eiðaskólann. Þetta hefðu þau
ráðið fjögur, sjera Jón, sjera Sigurður og frú Soffía
frændkona mín og hún. Kvaðst hún eiga að bera mjer
kveðju frá frú Soffíu á Valþjófsstað og segja mjer, að
hún ætlaðist til þess að jeg kæmi, nú þegar, til sín og
dveldi hjá sér þangað til jeg færi í Eiðaskólann, því
hana langaði til að sjá þennan ofdirfskufulla frænda
sinn. Fleira sagði frú Margrjet hjer að lútandi, sem
jeg man ekki nákvæmlega. En alt, sem hún sagði, bar
vott um góðvilja í garð minn og umhyggju fyrir mjer.
Þó sagði hún þetta með þeirri einbeitni og festu, að
ekki varð um vilst, að hún ætlaðist til þess, að jeg
hlýddi henni skilyrðislaust. Og þarin kostinn tók jeg.
Að loknu námi í Eiðaskólanum, kom jeg aftur að
Bjarnanesi, eftir 2Vá ár, og átti þar sumarheimili
næstu 4 árin. Þessvegna skilst mjer, að jeg hafi ástæðu
til þess að lýsa heimilinu í stuttu máli eins og það kom
mjer fyrir sjónir. Jeg er nú bráðum hálf-sjötugur og