Hlín - 01.01.1932, Side 79
Hlín
77
umbótum laut, sjerstakleg'a að því, er þrifnað snerti.
Þegar þœr komu til kirkju að Bjarnanesi, eða heim-
sóttu hana, lutu samræður hennar við þær ávalt að því
að fræða þær um eitt og annað, snertandi sparnað í
bústjórninni, eða aukinn þrifnað. Þóttu afskifti henn-
ar í þessa átt bera mikinn og góðan ávöxt.
Það var á almæli eystra, að frú Margrjet væri um
margt lík föður sínum, sjera Sigurði Gunnarssyni,
prófasti. Eins og hann, þótti hún sjerlega góður kenn-
ari. Jeg minnist þess nú, veturinn sem jeg var hjá
sjera Jóni prófasti í Bjarnanesi til kenslu, að eitt sinn,
skömmu eftir að jeg byrjaði námið, kom hún til mín
og sagði mjer, að jeg mætti koma til sín, þegar jeg
væri í vandræðum, og þá skyldi hún »hjálpa mjer út
úr vandræðunum« og skýra fyrir mjer það, sem jeg
skildi ekki. Þetta sæmdarboð þáði jeg allshugar feginn
og leitaði oft aðstoðar hennar um viðfangsefni, sem
voru mjer ofvaxin, eða jeg skildi ekki. Dft voru spurn-
ingar mínar barnalegar eða blátt áfram aulalegar, en
aldrei kom það fyrir, að hún snupraði mig, eða gerði
gys að fáfræði minni eða. flónsku. Skýringar hennar
voru mjög skiljanlegar og látlausar, en gefnar með
þeirri alvöru, festu og hæglæti, að þær geymdust vel í
minni. Síðan hef jeg verið í vafa um það, hvort jeg
ætti henni eða manni hennar meira að þakka, að því
er fræðslu snerti, veturinn sem jeg var í Bjarnanesi,
og var hann þó kennari minn, en hún ekki.
Svo er sagt, að faðir frú Margrjetar hafi haft marga
pilta til kenslu á æskuárum hennar. Ýmsa af þeim bjó
hann undir nám við latínuskólann. Mjer var sagt, að
frú Margrjet hefði, á þeim árum, lært hið sama og
þeir, og meðal annars lært latínu, og þótt engu síðri í
henni en þeir, sem stóðust inntökupróf í latínuskólann.
Var svo sagt, að hún hefði kent námspiltunum, þegar
faðir hennar var fjarverandi vegna embættisanna, og