Hlín - 01.01.1932, Síða 81
tilín
79
nesi, og seinna að Stafafelli, var ávalt fjölment. En
hún ljet sig varða um alla á heimilinu. Sem dæmi um
nærgætni hennar má geta þessa: Þegar jeg var vakinn
á morgnana, fyrst eftir að jeg kom að Bjarnanesi,
hrökk jeg upp og æddi strax fram úr rúminu. Þetta
barst til eyrna frúarinnar. Hún hjelt að jeg gæti haft
ilt af þessu. Eftir það vakti hún mig sjálf, þegar þess
þurfti með, en trúði engum öðrum fyrir því.
Eitt vorið, sem jeg var hjá prófastshjónunum, kom
til þeirra ungur maður til veru um tíma. Hann kallaði
mig á eintal og bað mig að ráðleggja sjer heilt, hann
yæri grálúsugur, þetta mundi komast upp, og hann
gæti ekki upp á nokkurn mann litið fyrir blygðun. Jeg
sagðist vera honum þakklátur fyrir það, að hann hefði
snúið sjer til mín, því að jeg gæti undir eins bætt úr
þessu. Nú færi jeg strax til frú Margrjetar og segði
henni, hvernig ástatt væri. Honum hnykkti við og bað
hann mig fyrir hvern mun að gera þetta ekki. Það yrði
að reyna að finna einhver önnur ráð. Jeg sagði honum,
að engin önnur ráð væru til eins góð, þetta sama hefði
hent mig sjálfan, og hún hefði alveg ráðið fram úr
þessu, án þess að jeg hefði haft af því nokltra skömm.
Því næst fór jeg, manninum þvernauðugt, til frúarinn-
ar og sagði henni hið sanna um þetta. Henni þótti fnjög
vænt um, að þessu var ekki leynt, ljet taka allan fatn-
að mannsins og sjóða hann, Ijet segja honum að hann
yrði að baða sig rækilega og lánaði honum fatnað,
meðan fötm þornuðu.
Frú Margrjet unni manni sínum, sjera Jóni, og mat
hann mikils og Ijet sjer mjög ant um hann. Þannig
hjelt hún alt af afmælisdag hans, 12. ágúst, hátíðleg-
an. Var þá oft glatt á hjalla og stundum setið við púns-
drykkju fram á nótt. Venjulega voru ekki aðrir í af-
mælisveislunni en heimilisfólkið. Man jeg vel eftir því,
að vinnu var hætt í fyrra lagi það kvöldið, og vinnu-