Hlín - 01.01.1932, Blaðsíða 101
99
tílín
og skamma eða að setja kærleikann í öndvegið, svo að
enginn þoli við, vegna áhrifa hans, í hjúpi vonsku
sinnar.
í stað þess að benda kvenþjóðinni á eitthvert ákveð-
ið starf, vil jeg minna á eitt verkefni, sem jafnframt
felur í sjer öll önnur verkefni, eða öllu heldur er grund-
völlur þeirra allra. Starfið allstnðar í anda vorsins og
sólarinnar, sem vekur alt líf með geislum sínum, starf-
ið að öllu því, sem vekur líf og unað af dvala, gefið
öllu, sem vöxt þarfnast, svo mikla ást, að það geti
teygt sig upp úr skauti sínu, sem þið hafið vermt, og
upp í það lífsloft, sem þið hafið líka vermt.
Eins og sólin er ljósmóðir vorgróðursins, eins skuluð
þið vera ljósmæður alls þess, sem upp á að vaxa í
þennan heim og í þessum heimi. Hvað eina, sem lifnar
í þennan heim, deyr, ef það nýtur ekki kærleika. Kom-
ið þangað, sem alt hið kræklótta og visnaða lifir, og
læríð þar óletraða sögu þess, og gerið ykkur í hugar-
lund, hvernig vöxturinn hefði getað orðið, ef hann
hefði nærst við kærleiksvarma.
Þetta er líknarstarf, veglegasta líknarstarfið og
æðsta hlutverk konunnar.
Jeg ætla nú að minna ykkur á konu, sem Ijóslegast
sýnir, hvar liggi æðsta tign hins kvenlega starfs, hvort
sem það er rækt í fjelagsskap eða ekki. Þegar mann-
kynið glataði æru sinni með framferði sínu við Jesúm,
þá voru það konurnar, sem björguðu því, sem bjargað
varð. En einkum er það þó ein kona, sem lyftir kyn-
systrum sínum í þá hæð, sem þeim verður ekki hrund-
ið úr. Og það fór eins og Jesús sagði, að meðan fagn-
aðarerindið er boðað, verður uppi nafn þessarar konu,
líklegaaf því, aðengin opinberar sál konunnar sem hún.
Þetta er konan, sem kom með alabastursbuðkinn og
smurði Jesúm. — Jesús hafði með öllu lífi sínu hafið
7*