Hlín - 01.01.1932, Side 138
136
Hlin
síður en úr útlenda efninu. Þetta sannar okkur, ef vift höfum
ekki vitað það áður, að íslenska ullin okkar er nothæf í marga
góða hluti. Þ. S.
Iðnsýning var haldin í Reykjavík á liðnu sumri og var opnuð
á afmælisdag Jóns Sigurðssonar, 17. júní og var opin í 7 vikur.
Á 12. þúsund manns sóttu sýninguna. Sýnendur voi-u 112. Sýn-
ingin var haldin að tilhlutun Iðnaðarmannafjeiags Reykjavíkur
og var iðnaðarmannastéttinni til stórsóma.
Búnaðarsamband Dala- og Snsafellsnessýslu samþykti á fundi
í Stykkishólmi í vor að veita alt að 500.00 kr. til þess að styrkja
þá með, sem vilja fá sjer spunavjelar, kr. 100.00 hverjum.
Heimilisiðnaðarfjelagið í Stykkishóbni efnir til söluframleiðslu
á tóskap, hálfsokka, reyrða, lcvenskyrtur o. fl.
Nýstofnað kvenfjelag í Skaftártungu, V.-Skaft. hefur í hyggju
að efna til handavinnunámskeiða á komandi vetri, bæði vefnað-
ar- og sauma.
fslenskr konur vestan hafs hafa stofnað til Heimilisiðnaðar-
fjelags í Winnipeg og vilja hefjast handa um ýmislega íslenska
handavinnu og fá efni til hennar hjeðan að heiman.
Mörg lcvenfjelög ráðgera að fá sjer vefstóla á komandi ári.
Vonandi tekst að fá góða vefstóla smíðaða hjer á landi, ótækt
að þurfa að sækja þá alla til útlanda.
Jón í Villingholti, hinn nafnkunni spuna.vjelasmiður, auglýsir
nú vefstólasmíði, fer vel á því. Vinna verður þar, án efa, góð,
og verðið sanngjarnt.
Að álúnera skinn. — Bjórinn er tekinn jafnskjótt og búið er
að raka hann eða rota, hvort heldur sem gert er, skafin úr hon-
um öll fita, beggja megin, og þveginn vel úr sápuvatni, volgu,
og skolað vel. Þarf að vera sem mest fitulaust, þegar sútað er,
eða álúnerað. — Jafna svo vel saman álúni og salti, sem svarar
vænni matskeið af hverju fyrir sig í einn bjór, og bera þetta
vel í hárraminn á skinninu. Brjóta svo saman, þannig, að byrjað
er til hliðanna og svo eru endarnir lagðir inn af, brotið enn
saman svo það verður likt og bók í lögun, iagt á disk, látið
liggja þannig 3 daga, og snúið við daglega, tekið þá upp, hrist
vel og breitt til þerris, togað vel til og frá og skafið, ef eitthvað
sjest af ögnum. Ef ekki er deig'la í skinninu, þarf að gera það
deigt, þar sem það hefur ofþornað, svo megi teygja það vel, en
það á ekki að bleyta skinnið til muna, athuga skinnið við og' við
og toga það og teygja, við það hvítnar það, en ekki má snúa upp
á það, en nudda það vel yfir borðbrún eða stólbak. — Þetta er
eltiskinn í bryddingar eða þvíumlíkt. Eflaust má lita þessi