Dvöl - 01.01.1938, Page 24

Dvöl - 01.01.1938, Page 24
b v o L Í8 í Svíþjóð, um að utvega honum að láni íslenzkt sýnimyndasafn, er nota mætti með erindum, sem flytja skyldi innan skamms á „íslenzkum degi“, er haldinn yrði í skóla hans sem liðuf í norrænni kynningarstarfsemi. Ég varð að vísa þessum manni á erlend firmu, sem eru margfalt betur búin að þessum hlutum en við íslendingar sjálfir, «.n ef í nauðir ræki, til vinar míns úti á- Sjálandi, sem á stærra einkasafn íslenzkra skuggamynda, en nokk- urs staðar er að finna annarsstað- ar. Það var úrval úr því safn'i, sem hann bauð mér að láni meið erindum mínum s. 1. haust. v Við þetta geta íslenzkir skóla- menn ekki unað, né þeir, sem til þess finna, hve brýn þörf okkur er á því, að auka þekkingu annara þjóða á okkar fagra landi, sér- stæða þjóðlífi og stórbrotnu sögu. Auk þess hefir meginhluti Is- lendinga erfiða aðstöðu til þess að þekkja sitt eigið land, bæði sökum torfarinna óbyggða og kostnaðarsamra ferðalaga. Fáum er því meiri nauðsyn á góðum, handhægum skýringamyndum á hinni stórfelldu náttúru lands síns. Og vansalaust er það ekki, að til slíkrar kynningar, innanlands eða utan, skuli þurfa að sækja til er- lendra manna þau gögn ogáhöld, sem til þessarar notkunar eru einna bezt og áhrifamest, af því að þau eru ekki fyrir hendi heima hjáokk- ur sjálfum. En úr þessu er harla auðveltað bæta. Fyrir fimm hundruð krónur gæti ríkið komið sér upp ágætu skuggamyndasafni, bæði íslensku safni og frá Norðurlöndum. Eg hugsa mér, að t. d. íslenzka safnið væri tvær samskonar „seríur", önnur til afnota fyrir skóla í Reykjavík og nágrenni, en hin fyr- ir skóla úti um land og aðrasvip- aða fræðslustarfsemi. Auk þess yrði sýnimyndasafn frá hverju hinna Norðurlandanna. Mætti síð- an auka það eftir ástæðum með myndum frá fleiri löndum og þjóð- um heims. Vel færi á því, aðt. d. fræðslu- málaskrifstofan eða kennaraskól- inn önnuðust varðveizlu og lán þessa safns. Yrði að því stóraukin kennslubót, bæði hvað snertir fræðslu um okkar eigið land og þjóðlíf, og ekki síður með tilliti til þekkingar okkar á frændþjóðun- um og þeirra löndum, svo að ekki sé lengra farið. Er sú þekking í raun og veru miklu minni og los- aralegri en við höldum. Ýmsir munu telja, að kvikmynd- ir eigi eftir að útrýma skugga- myndum með öllu, svo miklakosti hafi þær fram yfir aðrar sýnimynd- ir. Vel kann svo að fara. Þæreru eitthvert ágætasta kennslu- og fræðslu-tæki, sem enn hefir þekkzt. Helzti galli þeirraersá, aðþæreru tilfinnanlega dýrar. Á síðasta Alþingi voru samþykkt lög um kennslukvikmyndir og, lestrarfélög. Er þar ráð fyrirgert,

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.