Dvöl - 01.01.1938, Page 46

Dvöl - 01.01.1938, Page 46
40 D V ö L ar blóðug styrjöld milli þeirra og rauða hersins. Rússland var þá þegar, er innrás innrásarherj- anna byrjaði undir forustu Den- ikin og Koltschak, máttvana eft- ir hina hroðalegu heimsstyrjöld. Ofan á allt þetta bættist nú upp- skerubrestur og gaus upp ógur- leg hungursneyð í landinu, eink- um í Volga- og Ukraine-héruðum. Nansen sá, að þarna myndu milj- ónir manna deyja bjargarlausar úr sulti, ef ekkert yrði að gert. Hann fór til Bandaríkjanna og átti við- ræður við Hoover, síðar forseta, en hann var þá matvæla úthlutun- arstjóri í Bandaríkjunum og stjórnaði hjálpinni til viðreisnar Belgíu. Hét hann á Hoover að láta til skarar skríða og hjálpa þessu fólki á svipaðan hátt og Bandaríkjamenn gerðu þá við í- búa Belgíu. Bandar.íkjastjórn féllst á að veita aðstoð með því skil- yrði, að allur ófriður í Rússlandi félli niður. En Denikin og Kolt- schak voru þá í framsókn og neit- uðu því algerlega. Þetta var 1921. Nansen fer til Qenf og fær 48 Rauðakrossfélög og fulltrúa 12 ríkisstjórna til að fallast á að veita þessu máli lið. Síðan fer hann til Moskva og gerir samning um það við Titsjerin, þáverandi utan- ríkismálafulltrúa Sovét-Rússlands, hvernig hjálpseminni skuli hagað. Sá samningur var undirritaður 27. ágúst 1921. í samningi þessum voru settar tryggingar fyrir því að allt fé og öll aðstoð kæmi ein- ungis hinu bágstadda fólki að not- um. En á því var mikil tortryggni á Vesturlöndum, að Nansen væri að afla nauðsynja fyrir rauða her- inn. Með gögn þessi fór Nansen til Genf, og bað um 5 milj. sterl.pd. alþjóðalán til hjálpar á hungur- svæðunum. Því var neitað. En Nansen lét ekki hugfallast. Hann ferðaðist úr einni höfuðborg í aðra og flutti fyrirlestra. Hann vakti nætur og daga. Hann setti sig í samband við öll félög, er hann áleit geta komið að liði. Honum tókst, þrátt fyrir alla tor- tryggni, að koma því til leiðar, að Rauðakrossfélögin og einstak- ir aðilar, lögðu fram svo mikið fé, að hægt var að fæða og klæða eina miljón og 600 þúsund manns á hallærissvæðunum við Volga og í Suður-Ukrainu. Hann fór til Bandaríkjanna, ferðaðist borg úr borg, talaði, ákallaði, grátbændi þúsundir manna, sat á endalausum ráðstefnum við stjórnmálamenn og yfirvöld, og hætti ekki fyrr, en hann hafði stappað upp úr jörðunni fé til að fæða 10 miljónir manna í 11 mánuði. Setti í gang allt úthlut- unarstarfið, skipulagði öll kaup og alla flutninga. Og á meðan skrif- aði hann eina af merkilegustu bókum sínum: „The Peace and Russia", þar sem hann rífur niður allar blekkingarnar um ástand Sovét-Rússlands, hag þess og stefnumið, og hreinsar rúss-

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.