Dvöl - 01.01.1938, Side 64

Dvöl - 01.01.1938, Side 64
58 D V ö L ég er mjög þreytt — enginn get- ur séð okkur hérna vegna beygj- unnar á veginum — nú verður þú að hraða þér upp að klaustr- inu, ástin mín“. Stúlkan leit í kringum sig. Það var unaðsfagurt kvöld, loftið hreint og svalt, himininn fagur- blár. Af öllu umhverfinu var klaustrið eitt dimmt og skugga- legt. Gamla konan var að missa með- vitundina. Hún hafðl eytt síðustu kröftum sínum til þessa þunga ækis. „Flýttu þér, elskan mín, eftir- lætið mitt; hjá hinum heilögu systrum ertu örugg. Kysstu mig að skilnaði, Elísabet .... Guði sé lof, að ég hefi frelsað þig frá hermönnunum og girndum þeirra!“ Stúlkan leit á gömlu konuna. Það var þarflaust að kyssa hana, úr því að hún var dauð . . . . En hvað hún var ljót, þar sem hún engdist sundur og samarí í gras- inu! Elísabet strauk fingrunum yfir sitt óflekkaða brjóst, og renndi augunum til klaustursins á hæðinni. Hún var svöng, þreif með áfergju af jörðinni fallið epli og beit hraustlega í það odd- hvössum, smáum tönnnunum. Skógarepli! Hún kastaði því burtu með viðbjóði. Eins og munnur hennar væri ekki enn fullur ediki. Vonbrigðin staðfestu þennan úrskurð. Allt var svo einmanalegt og rólegt, klaustrið svo kveljandi Stökur Sigurjón í Snæhvammi var að rabba við ritstjóra Dvalar um hitt og ann- að viðvíkjandi Páli Ólafssyni skáldi og varð þ?i að orði: Á anda Páls ef ætti ég völ og hans listatökum, skyldi ég glaður gefa Dvöl góða fylli af stökum. Sigurjón er prýðilega hagmæltur, eins og margir greindir alþýðumenn eru. Þessa vísu kvað hann eitt sinn af munni fram á sjóferð: Þekkir baldinn þiljujór þetta kalda gaman, hvernig alda og iðusjór átök falda saman. þögult, amma hennar svo frá- hrindandi eftir þennan sviplega dauða, og í aldingarðinum skóg- arepli. Hún tók hina útsprungnu rós af vagninum, bar hana feimnis- lega að vörunum og sneri síðan til baka eftir Krakow-veginum. Hún ætlaði að leita uppi fallega, unga merkisberann, sem hún hafði séð gegnum rifurnar á lík- kistugarminum. Páll S. Pálsson þýddi.

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.