Dvöl - 01.01.1940, Qupperneq 13

Dvöl - 01.01.1940, Qupperneq 13
DVÖL 7 að þessum dyrum með gljáhanzka á höndum og dæmafárri kurteisi. Og nú finnast mér þau hneigja sig fyrir mér og segja með ástúðlegu brosi á vörunum: „Gerið þér svo vel að fara yfir um. Góða ferð; og þér megið vera viss um, að við munum alltaf minnast yðar, þessa góða, skynsama og nærgætna manns." Mér hefir verið kennt, að við mennirnir ættum að vera hreinlyndir. Hreinlyndir? En hrein- lyndi mundi fyrir mér í þessu efni vera sama sem: Myrða. Guð varð- veiti mig frá því! Hver heldur aftur af mér? Við skulum nú tala í alvöru. Ef ég hefði ekki barnatrúna, ef ég tryði ekki á guð, heldur væri þeirr- ar trúar, að dauðinn væri einnig fyrir sálina endimark alls lífs, að ekkert liggi annað fyrir mér jafn- skjótt sem ég missi fótfestu á jörð- unni en að hverfa yfir í hið mikla tóm — ja, þá mættuð þið eiga víst, að ég mundi ekki hika við að myrða Florestano! Þegar mér verður stundum hugs- að til þess á andvökunóttum, að hann eigi eftir að leggjast í rúmið mitt í minn stað og taka við öllum réttindum yfir konunni minni, yfir því, sem ég á, þegar ég hugsa til þess, að snáðinn minn í litla rúm- inu í næsta herbergi fari kannski að gráta einhverja nóttina og kalla á hana mömmu sína, og hún fari ofan til þess að vita, af hverju drengurinn sé að gráta — þegar ég hugsa til þess, að þá segi Flore- stano kannski: „Nei, lofaðu hon- um að skæla, vertu ekki að fara fram úr rúminu, þú gerir ekki ann- að en kvefast á því,“ — ja, þá get ég svarið, að ég gæti myrt Flore- stano. í þess stað sit ég lengi á hverri nóttu við gluggann, rólegur og þögull og horfi upp í himininn. Þar er örlítil stjarna, sem ég get ekki haft af augun. Við hana segi ég oft og andvarpa um leið: „Bíddu mín, ég kem bráðum.“ Og við Eufemíu, sem er dóttir trúleysingja og þvertekur fyrir, að hún trúi á guð, segi ég margsinnis: „Mikið flón geturðu verið, þú mátt trúa því, að guð er til, og þakkaðu honum. .. . þakkaðu honum!“ Eufemía horfir á mig, eins og henni finnist það undarlegt, að ég, Luca Léuci, skuli geta sagt annað eins, þvi að ég hafi þó sannarlega ekki ástæðu til þess að trúa á guð, úr því að hann fari svona hraklega með mig og láti mig deyja svona ungan. En einhvern tíma, þegar hún fær þessi blöð í hendur, á hún eftir að þakka honum, ef hún þá elskar Florestano. Mér er það ljóst, að ég get ekki annað réttara gert en deyja sem fyrst. Stundum verð ég þess var, að Florestano reynir til þess með augnaráði og andvörpum að fá hana til þess að þrá það sama sem kvelur hann, veslinginn. Ég fer svo að hugsa mér hana, þessa laglegu og ljós- hærðu konu, halla sér ástúðlega að annars manns brjósti, breiðu og
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.