Dvöl - 01.01.1940, Side 17

Dvöl - 01.01.1940, Side 17
D VÖL 11 Fyrirgefning’ syndanna Eftir Þórdísi Jónasdóttar Ein af þremur beztu sögunum í verðlaunasamkeppninni að áliti dómnefndar — Alla! Alla mín! Það var ungi bóndinn í Ási, sem var að kalla á konuna sína laugardagskvöldið fyrir hvítasunnu. Hann kom alveg inn úr dyrunum og hlustaði. Hár maður, sólbrenndur og dökk- hærður, svipmikill, brúnin hvöss. Hann kunni því illa, að konan hans skyldi ekki svara um leið og hann kallaði. í stofunni gat hún ekki verið, því að þá hefði hún heyrt strax. Hún var eflaust úti í eldhús- inu að baka til hátíðarinnar. Og húsbóndinn kallaði aftur, en þó nokkru lægra en áður. Þá var svarað frá eldhúsinu og frú Aðal- heiður kom fram í dyrnar, auðmjúk á svip, vegna þeirra mistaka, að hún skyldi hafa látið manninn sinn kalla á sig tvisvar. — Hvað var það góði? sagði hún mild í máli og brosti um leið, svo að djúpur spé- bolli kom í ljós í hægri vanganum. Hún var holdug og yfirbragðsfögur, klædd blá- um léreftskjól og með stóra hlifðarsvuntu utan yfir. Ilmur brauðsins utan úr eldhúsinu fylgdi konunni eftir, hendur hennar voru mjöl- ugar og tóku af öll tvímæli um það, að hún ætti annríkt. Hún var annáluð fyrir smákökur sínar; messufólkið unni henni hugástum. Bóndi þessarar dásamlegu konu svaraði ekki strax, en gaf sér tíma til að horfa á hana. Einnig þau unnust hugástum. Ekk- ert óánægjuorð hafði farið þeim í milli síðan í fyrra, að presturinn gaf þau sam- an. Og þá hafði tilhugalífið ekki verið amalegt! Hvílíkir sólskinsdagar! Einmitt svona áttu konur að vera, nægjusamar, undirgefnar og blíðar, minnugar þess hverju þær höfðu hátíðlegast lofað fyrir altarinu. Þá var hjónabandið ekki í neinni hættu statt. — Heyrðu, Alla mín, byrjaði ungi bónd- inn í föðurlegum rómi. Við eigum von á gesti. Borgþór skólabróðir minn símaði til mín fyrir stundu og bað mig fyrir unga mágkonu sína, sem óskar eftir að dvelja í sveit í sumar. Hún er nýlega orðin ekkja, liklega eitthvað biluð á sinninu. Maðurinn hennar dó snögglega í vetur af slysförum. Það var allt mjög sorglegt að sögn. Ég svaraði auðvitað, að konan væri velkomin hingað; vissi að þú mundir ekkert hafa á móti því, elskan mín. Ungan konan stóð þarna í birtunni frá næstu dyrum, stór og bjartleit, studdi holdugri hendinni að þilinu og horfði með trúnaðartraust í augum á mann sinn. Hún virtist eiga æskuþrótt og heilbrigði í ríkum mæli. Hún svaraði: — Það er guðvelkomið mín vegna, fyrst gestaherbergið er autt! Ég skal reyna að vera þessari veslings konu eins góð og ég get. Bara að maður verði nú ekki í ein- hverjum vandræðum með hana. — Við skulum vona, að ekki komi til þess, og svo hefir þú nú svo gott lag á fólki, elskan mín, svaraði ungi bóndinn. Það var auðheyrt að hugur fylgdi máli. — Og ekki veit ég nú það. Unga konan andvarpaði, henni komu víst sem snöggv- ast í hug erfiðleikar lífsins og þeir, sem höfðu ekki jafn náin kynni af hamingj- unni og hún sjálf. Svo mátti hún ekki vera að því að heiðra bóndann lengur með nærveru sinni, kökurnar gátu hæglega brunnið í ofninum, messudagur að morgni og von margra gesta. Hún hafði sent aðra kaupakonuna út til að þvo kirkjuna og líta eftir, hvort nokkuð væri af ullarpok-

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.