Dvöl - 01.01.1940, Qupperneq 27

Dvöl - 01.01.1940, Qupperneq 27
DVÖL 21 Nei, ekki agnar ögn, en henni er hlýtt til hans eins og góðs félaga og hún er hon- um þakklát fyrir sumarið. Hann hlýtur Þó að skilja það, að ekki hefir hún hugs- að sér að komast upp á milli hjóna, gera hjónaskilnað? Það er meir en nóg af ó- giftum karlmönnum í heiminum finnst henni. Ef honum hefir virzt hún gefa und- ir fótinn, er það misskilningur, það er bara hennar eðli að vera glöð og vingjarnleg við alla. Hún er sannarlega ekki að hugsa um að binda sig á ný. Hún segir allt þetta brosandi, röddin er alveg eins og hún á að sér að vera, ekkert, sem bendir á, að Dúfa litla hafi komizt 1 geðshræringu. Þau sitja í legubekknum, hún hefir dregið hann á réttan kjöl aftur, Úr því óvirðingarástandi, sem hann var í. hau tala lengi saman. Hún á þó flest orð- iu. Hún hefir víst aldrei síðan hún kom talað svona mikið um sjálfa sig. Ætlar hún að trúa honum fyrir leyndarmáli? Hún lofar hönd sinni að hvíla í lófa hans, eins og til raunaléttis, því að hún skilur, hvernig honum muni vera innan brjósts. Hann horfir fyrst ofan í gólfið, dirfist ekki að líta í hennar björtu augu, en hlustar eftir orðum hennar. Þannig átti þá dag- urinn að enda. Rökkrið laumast inn, fyllir hornið aftan við legubekkinn, myndirnar verða óskirar á veggjunum. Stóri hjörturinn, sem hús- móðirin saumagi, meðan hún sat í festum, myndar sig til að stökkva út af léreftinu. í baksýn er skógurinn og frelsið. Enginn silfurmáni tendrast í hálofti, þar eru dimm óveðurský, sem elta hvort annað. Þung- iyndislegur þytur í votu trjálaufinu í garð- inum. Nú er líka að hvessa, regnið drepur ú rúðurnar að utan votum gómunum. Inni liður óðum að skilnaðarstundinni. Eftir því, sem rökkvaði meir, jókst hús- hóndanum hugur. Nú þorði hann jafnvel líta upp, sektarmeðvitundin fjarlægðist. Sjálfsafneitunin, hin heilaga fórn, er hann færði ást sinni, skein af andliti hans, hinn fullorðni maður lofaði að reynast konu sinni trúr, allt til æfiloka. Ég ætla að bera byrðar lífsins einn þín vegna, sagði hann hátíðlegur. Dúfa litla mundi hverfa, en minning hennar var nokkuð, sem enginn gat frá honum tekið. Hún mun hjálpa mér yfir það erfiðasta, bætti hann við. Játningamar streymdu um hug hans, hann átti aðeins ekki nógu falleg orð yfir hugsanir sínar. Að lokum bað hann bljúg- ur um einn koss af vörum ástmeyjarinnar, æ, bara einn einasta, sem innsigli þess sáttmála, er þau höfðu með sér gert. Hún lét tilleiðast, að gefa honum kossinn, en lét þess getið um leið, að það væri bara í gamni. Hún hallaðist að honum í rökkr- inu, mjúkt og elskulega og varir þeirra mættust í löngum kossi. Svona vel hafði ungi maðurinn aldrei verið kysstur fyrr. Þá var stofuhurðin skyndilega opn- uð og frú Aðalheiður stóð í dyrunum í reiðfötum sinum og hatturinn hálf eyðilagður í rigningunni. Hún kom mátulega til að sjá það, sem var að gerast. ísköld fyrirlitning skein af andliti hennar, hún hélt uppi rennvotu reiðpilsinu. Þau slepptu tökunum og hann starði flemturs- fullur á konu sína, líkt og hún væri sýn frá öðrum heimi. Komin heim, þrátt fyrir hvæsandi illviðrið úti, heim að gæta bús og barna. Hún lét ekktr aftra sér. Kom óvænt, þegar sízt skyldi eins og sumír gestir. Hvílik kona! Dúfa kvaddi hjónin brosandi og hvarf úr leiknum, nú var henni ofaukið. Það var bezt, að þau hjónin töluðust við undir fjögur augu. Dúfa var alveg eins og hún átti að sér að vera, hún þóttist ekki sek, ekki einu sinni roði í kinnum hennar eftir kossinn, hún mætti augnaráði hinnar ó- hikað. Þær voru svo sem nógu útsmognar þessar drósir. Aðalheiður horfði á eftir henni með fádæma fyrirlitningu, hún hefði getað hrækt á eftir henni, ef hún sjálf hefði ekki haft munnherkjur. Nú var það Aðalheiður, sem átti leikinn. Þau tvö urðu að gjöra svo vel og auðmýkja sig fyrir henni. Það voru þær minnstu skaða- bætur, sem hún gat krafizt. Síðan fóru fram reikningsskil. Hann var
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.