Dvöl - 01.01.1940, Page 28

Dvöl - 01.01.1940, Page 28
22 DVÖL Ijúfur elns og lamb og auðmjúkur. Nú var runninn af honum mesti móðurinn, hann vildi umfram allt sættist. Þegar á allt var litið, áttu mennirnir ekki að sundurskilja það, sem guð hafði sameinað. Það yrði engum til gæfu. Um leið og Dúfa hvarf út um dyrnar og hann var aftur einn með elsku kon- unni sinni, var líkt og féllu af honum töfr. ar. Var litla ástmeyjan hans þá álfkona úr berginu, sem hafði nær því heillað hann frá konu og börnum. Nú sá hann allt í einu, hvað Alla hans hafði mátt þola hans vegna, en borið allt með þögn og þolinmæði. Hann mátti þakka fyrir að missa hana ekki líka. Hann varð að svara mörgum spurning- um og sumum hálf óþægilegum, en hegn- ingin fylgir óumflýjanlega afbrotinu eins og skugginn Ijósinu. Konan vildi ekki trúa því, að eiginlega hefði þeim ekki farið annað á milli, ástmeyjunni og honum, en þessi eini koss. Einn koss! Var það trúlegt? Hann þagði um allt sitt basl við að hljóta viðurkenn- ingu og hélt sér við þennan eina koss. Jæja. Konan horfði á hann, dálítið háðs- leg á svipinn, hún naut þess, að vera sá sterkari. Já, og hann var ekki einu sinni viss um að hafa átt forleikinn að þess- um eina kossi. Því gat konan hæglega trúað, þær voru ekki feimnar þessar drósir. Hann lét hana lifa í þeirri trú og spurði, hvort elskan hans ætlaði þá að fyrir- gefa honum og taka hann í sátt aftur? Eftir langa umhugsun: — Já, ef þetta kæmi aldrei fyrir aftur. Hann vann trúnaðarheit sitt á ný. Þegar hér er komið sögu, höfðu þau rætt um þetta æði lengi, fram og aftur. Frúnni var orðið hálf ónotalegt, hún hafði ekki einu sinni tekið ofan hattinn, bleytan rann úr fötum hennar, Nú loksins hafði hún tíma til að finna þurr föt og skipta. Blesi var kominn ofan í mýri, búinn að velta sér og söðullinn hallaðist orðið æði mikið. Frúin hafði fundið það á sér, að eitthvað hættulegt værl á seyði inni og sleppt hestinum í túnið með öllum reið- tygjum. Nú kom það sér vel, að Blesi var rólegur í tíðinni; hann virtist ekki hugsa um annað í svipinn en að kroppa. Þá var nú næsta skrefið að sýna frú Kristrúnu það svart á hvítu, hver ætti hér húsum að ráða. Aðalheiður vildi um- svifalaust reka hana burtu með skömm, hvað sem hver segði. Henni fannst hún ekki mundi festa blund í hinni nýju hjónasæng sinni, ef friðarspillirinn svæfi undir sama þaki. Hún ræddi um það við mann sinn, meðan hún klæddi sig í þurra sokka, að þvi miður vantaði mikið á að sumar manneskjur kynnu að skammast sín. Hann var á sama máli. Nú er ekki annað eftir en að fá friðarsáttmálann vottfestan! En áður en frúin fengi tækifæri til að framkvæma fyrirætlan sína, renndi gljá- andi bifreið í hlaðið, skvetti regnvatninu og aumum úr sundinu upp um öll þil og stóð þar titrandi af áreynslunni, fyrir dyr- um úti, svo gljálökkuð og framandi, að jafnvel hundarnir hugsuðu sig um, áður en þeir geltu að henni. Út úr bifreiðinni stíga tveir ungir menn, annar með stúdenta- húfu, báðir friðir sýnum. Þetta eru sýni- lega heldri menn og Kara biður guð fyrir sér. Þeir spyrja eftir frú Kristrúnu og rétt á eftir kemur hún sjálf ofan þrepin, léttklædd og brosandi og heilsar mönnun- um. Það rignir á hennar kastaníubrúna hár, en hvað gerir það, — það er jafn liðað og létt í sér, hvort sem rignir eða sólin skín. Og silfurfestin er kyrr um hvít- an háls hennar, eins og grönn æð úr silfri, æð með köldu blóði. Húsbóndinn hrekkur frá glugganum, hann vill ekki horfa í þessa átt, — aldrei framar. Það getur rugl- að hann í hinum góða ásetningi. — Þeir tóku hana með sér 1 bifreiðina og hún sást aldrei framar á þessum slóðum. Það var eins og í æfintýri. Hún fór með farangur sinn, sem aldrei var mikill, hún kvaddi það af fólkinu, sem heima var og þakkaði því fyrir samveruna. Aðalheiður kom ekki að ásökunum sínum, rétti henni hendina, eins og aðrir og lét engin

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.