Dvöl - 01.01.1940, Side 32

Dvöl - 01.01.1940, Side 32
26 DVÖL Yi II1121II Eftir Kalilil Kibi-an Magnús A. Árnason þýddi Þér vinnið, að þér megið verða samstíg við jörðina og við sál jarð- arinnar. Því, að vera iðjulaus, er að vera árstíðunum ókunnur og að stíga út úr skrúðgöngu lífsins, sem geng- ur í tign og stoltri undirgefni á braut óendanleikans. Þegar þér vinnið, eruð þér flauta, sem niður tímans streymir í gegn- um og snýst upp í sönglist. Hver yðar vildi vera sef, mál- laust og þögult, meðan allt annað syngur saman einum tóni? Yður hefir alltaf verið sagt, að vinna væri bölvun og strit ógæfa. En ég segi yður, að þegar þér vinnið, uppfyllið þér þann hluta af fjarstum draumi jarðarinnar, sem yður var tilskilinn, þegar sá draum- ur fæddist. Og með því, að halda yður að vinnu, þá elskið þér í sannleika lífið. Og að elska lífið vegna vinnunn- ar er að vera í trúnaði við innstu leyndardóma lífsins. En ef þér, í sársauka yðar, kall- ið fæðinguna óhamingju og við- hald holdsins bölvun, sem skráð sé á andlit yðar, þá svara ég, að ekkert nema sveiti andlits yðar skal þvo í burtu það, sem þar er skráð. Yður hefir einnig verið sagt, að lífið sé myrkur, og í þreytu yðar bergmálið þér það, sem yður var sagt af þeim þreyttu. Og ég segi, að lífið er vissulega myrkur, nema því fylgi hvöt. En allar hvatir eru blindar, nema þeim fylgi þekking. Og öll þekking er hégómi, nema henni fylgi vinna. Og öll vinna er fánýt, nema henni fylgi ást. En þegar þér vinnið af ást, þá bindist þér sjálfum yður og öðrum, þá bindist þér guði. Og hvað er að vinna af ást? Það er að vefa klæði með ívafi dregnu úr hjarta yðar, rétt eins og elskhugi yðar ætti að bera það klæði. Það er að hlaða hús úr ástúð, rétt eins og elskhugi yðar ætti að búa í því húsi. Það er að sá sæði með viðkvæmni og uppskera það með gleði, rétt eins og elskhugi yðar ætti að eta ávöxt- inn. Það er að magna alla hluti, sem þér búið til, með andardrætti yðar eigin anda.

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.