Dvöl - 01.01.1940, Page 46

Dvöl - 01.01.1940, Page 46
40 DVÖL dökkum einkennisbúningi með trosnuðum gullbryddingum, og með sax í látúns-slíðrum við hlið sér. -— Ég er skipherrann, Barthó- limeus Róberts, mælti hann göfug- mannlegum rómi, kominn inn eft- ir nýliðum. Ég virðist hafa lagzt nokkuð innarlega á höfnina, er ekki svo? — Á höfnina, æpti veitingamað- urinn, þú ert sjötíu kílómetra upp í landi. Það hreyfðist ekki hár á höfði skipherrans, né varð svipbreyting- ar vart. — Jæja, erum við svona langt inni, mælti hann stillilega. — Það skiptir engu máli. Veitingamaðurinn varð hálf- gramur yfir þessu tómlæti, en stillti sig vel og mælti: — Ég vil ekki hefja neinn nábúákrit, en mér hefði þótt það betra, að þú hefðir ekki varpað akkerum hérna á akrinum mínum, því að kerlingu minni er mikið í mun með þessar rófur, sjáðu til. Skipherra tók nefdrátt úr gull- dósum, sem legið höfðu í vasa hans, og dustaði svo af fingurgómunum með silkiklút, eins og sérhver göf- ugur maður mundi gera. — Ég verð hér aðeins í nokkra mánuði, mælti hann, — en ef lítilsháttar virðing- arvottur frá minni hendi mundi friða yðar góðu frú, þá er minn heiðurinn. Hann losaði útflúraða gullstjörnu af frakkahorninu og fleygði henni niður til veitinga- mannsins. Hann varð rauður eins og hrúta- ber: — Ég get nú ekki borið á móti því, að hún er mikið fremur hrifin af skarti, en þetta er ofrausn fyrir hálfan poka af rófum.... Og það fannst mér nú satt að segja líka. Skipherra hló við. — Sei sei, góð- urinn minn. Þetta eru nauðasamn- ingar frá yðar hendi, og þér eigið skilið góða borgun fyrir. Hann hneigði sig til okkar í kveðjuskyni, snerist á hæli og hvarf inn í klefa sinn. Veitingamaðurinn sneri við upp götuna, léttur í spori. Þessi storm- ur hefir vissulega blásið mér til góðs. Kerling mín verður áreiðan- lega glaðtýruleg yfir þessari gjöf, enda er þetta miklu merkilegra heldur en ríkisdalur járnsmiðsins nær sem er. Árið 1897 var hátíðarárið, seinna hátíðarárið, eins og þið munið, og það var heilmikið um að vera á Fögruvöllum, svo við veittum draugaskipinu ekki sérstaka at- hygli, enda er það ekki venja hér, að skipta sér af því, sem mönnum kemur ekki við. Veitingamaðurinn sá leigjanda sinn nokkrum sinnum, er hann var að hirða um akurinn, og gaf sér tíma til þess að spjalla við hann, og kona hans bar stjörn- una við kirkju á hverjum sunnu- degi. Við höfðum náttúrlega aldrei mikið samneyti við þessa náunga, nema einn fábjáni, sem var í þorp- inu, og hann þekkti ekki einu sinni sundur menn og vofur, þlessað flónið. Einn af hátíðisdögunum hafði einhver haft orð á því við

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.