Dvöl - 01.01.1940, Síða 58

Dvöl - 01.01.1940, Síða 58
52 D VÖL sverð og þustu út í skothríðina, sem þegar var byrjuð. „Sýndu spilin!“ hrópaði Vulitch til félaga síns, sem hafði stokkið upp frá borðinu. „Skoðaðu þau sjálfur,“ kallaði hinn og var horfinn. Þegar Vulitch kom til framvarð- anna stóð bardaginn sem hæst. En hann skeytti hvorki um kúlur né sverð Circissanna, því að hann var að leita að spilfélaga sínum. „Þú vannst“, sagði hann, þegar hann loks fann hann í fremstu röð hermannanna. Um leið þrýsti hann seðlaveski sínu í vasa hins heppna spilamanns, og skeytti engu um- mælum hins, að þetta væri hvorki stund né staður til reikningsskila á slíkum hlutum. Eftir að hafa lokið þessu hvim- leiða skylduverki, snerist Vulitch gegn óvinunum og barðist eins og ekkert hefði í skorizt. Þegar Vulitch kom til þeirra, sem áttu í viðræðunum þetta áður- nefnda kvöld, urðu þeir hljóðir við; enda jafnan von óvenjulegra orða eða gjörða, þar sem hann var. „Herrar mínir“, sagði hann seint og ákveðið — jafnvel í svolítið lægri tóntegund en hann var vanur. „Herrar mínir, hvers vegna öll þessi innantómu orð? Það, sem ykkur skortir, eru sannanir. Ég veðja, að ég mun geta sýnt ykkur, hvort maðurinn ræður sjálfur yfir lífi sínu, eða bíður aðeins síns ákveðna skapadægurs. Hver vill taka veð- máli mínu?“ „Ekki ég!“ — „Ekki ég!“ heyrðist allt í kring. — „Alltaf er Vulitch eins.“ „Ég skal veðja“, sagði ég hlæj- andi. Ég tók þetta sem gaman. „Hverju viltu veðja?“ „Ég veðja, að forlög séu ekki til,“ sagði ég og kastaði tuttugu gull- skildingum á borðið — öllu, sem ég hafði á mér. „Ég tek veðmálinu", sagði Vu- litch. „Þér verðið dómari, foringi." Hann lagði veðféð á borðið hjá mínum peningum. „Jú, ætli ekki það,“ sagði foring- inn. „Annars sé ég ekki, hvað um er að veðja — eða hvernig hafið þið hugsað ykkur að leysa þetta spurs- mál?“ Vulitch gekk inn í svefnherbergi foringjans án þess að svara. Við héldum á eftir. Hann gekk að veggnum og tók ofan eina af hin- um mörgu skammbyssum, sem þar héngu. Hann dró upp bóginn og hellti ofurlitlu íkveikjupúðri í pinn- ann. — Einn okkar þreif í hand- legg honum og sagði ávítandi: „Hver er tilgangurinn, Vulitch? Ertu genginn af vitinu?“ „Vilt þú kannske greiða veðmálið fyrir mig,“ sagði Vulitch og brosti þurrlega. Hann gekk aftur fram í stofuna og settist við borðið. Við fylgdumst á eftir. Ég horfði beint í augun á honum, og hann mætti tillitinu kaldur og rólegur. Ég sá þó ekki betur en að glögg dauðamörk væru á andlitinu, þrátt fyrir rólyndis-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.