Dvöl - 01.01.1940, Síða 61

Dvöl - 01.01.1940, Síða 61
dvöl 55 Tveir viiiii* Eftir Gny <lc Manpa»$iant Magni GuðmundBson, stud. merc„ |)ýddi París var umsetin, fólkið hungrað og aðframkomið. Þrestirnir voru orðnir sjaldgæfir á þökunum, og göturnar gerðust mannfáar. Með hendur í vösum og magann tóman labbaði Morissot úrsmiður og skóviðgerðamaður dapurlega um breiðstrætið, morgun einn heið- skíran í janúarmánuði. Hann stóð skyndilega frammi fyrir gömlum félaga, er hann þóttist bera kennsl á; það var Sauvage, kunningi frá bökkum fljótsins. Pyrir stríð lagði Morissot úr hlaði í afturelding á hverjum sunnu- öegi með reyrstöng í hendinni og Pjáturdós á bakinu. Hann valdi lestina til Augentenie, steig af við Colombez og fór síðan gangandi bað, sem eftir var til eyjarinnar Marante. Ekki var hann fyrir kom- inn á þetta draumaland sitt en hann kastaði færinu; og svo fisk- aði hann fram á rauða nótt. „Hvað átti hann við með því?“ spurði einn foringjanna. Það vissi ég. En ég þagði. Vulitch hafði verið að hugsa um mig. Án kess að ætlast til, hafði ég sagt honum hans eigin forlög. Ég hafði séð skugga dauðans á andliti hans. Girunur minn hafði reynzt réttur. Á hverjum sunnudegi mætti hann þarna litlum manni, gildum og glaðlegum; það var Sauvage, smávörukaupmaður frá Notre- Dame-de-Lonaitte-götunni, annar áhugasamur veiðimaður. Oft sátu þeir saman hálfan daginn með færið í hendinni og fæturna dingl- andi yfir rennandi vatninu. Þeir höfðu gerzt góðir vinir. Suma daga ræddust þeir ekkert við, aðra röbbuðu þeir saman; en þeim samdi aðdáanlega, þótt þeir mæltu ekki orð frá vörum, því að smekkur þeirra var líkur og tilfinn- ingar þeirra sama eðlis. Á vormorgnana, þegar sólin kom hreyfingu á þokuslæðurnar yfir lygnu fljótinu og hellti notalegri sumarhlýjunni á bak þessarra áköfu veiðimanna, sagði Morissot stundum við sessunaut sinn: „En sú blíða!“ Og Sauvage svaraði: „Dásamleg!" Og þetta nægði þeim til þess að skilja og meta hvorn annan. Á haustkvöldin, þegar blóði drif- inn himininn speglaði skarlats- rauðar skýjamyndir í vatninu, varpaði purpuralit á ána, kveikti í sjóndeildarhringnum, sló eldroða um vinina tvo og gyllti trén, er þegar voru orðin brún og tekin að
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.