Dvöl - 01.01.1940, Side 65

Dvöl - 01.01.1940, Side 65
dvöl 59 Liðsforinginn benti til árinnar og bætti við: „Hugsið ykkur, að innan fimm mínútna liggið þið á botni Þessa fljóts! Innan fimm mínútna! bið hljótið þó að eiga skyldmenni!“ Valerien-fjallið drundi stöðugt. Veiðimennirnir stóðu kyrrir og Þöglir. Liðsforinginn skipaði fyrir á máli sínu. Því næst flutti hann stól sinn úr stað til að vera ekki of nærri föngunum, er tólf menn röð- uðu sér í tuttugu metra fjarlægð með byssu við hlið. Svo hélt hann áfram: „Ég gef ykkur eina mínútu; ekki tveim sekúndum meir. Hann stóð snögg- fuga á fætur, gekk til Frakkanna tveggja. Tók í handlegg Morissot, dró hann til hliðar og mælti í hálf- um hljóðum: „Fljótt, inngangsorð- ið- Félagi þinn veit ekkert; ég læzt hafa mildazt". Morissot svaraði engu. Þá leiddi hann Sauvage burt og spurði sömu spurningar. Sauvage þagði. Aftur stóðu þeir hlið við hlið. Liðsforinginn skipaði fyrir. Her- mennirnir lyftu byssum sínum. Morissot varð af tilviljun litið á netapokann, þar sem hann lá í grasinu í nokkurra skrefa fjarlægð. Sólin glitraði á hreistur fiskanna, er sprikluðu enn. Morissot varð skyndilega óstyrkur. Hann gat ekki Varizt því, að augun fylltust tárum. Hann stamaði: „Vertu sæll, Sauvage." „Vertu sæll, Morissot". Og þeir tókust í hendur, titr- andi frá hvirfli til ilja. Liðsforinginn hrópaði: „Skjótið!" Skotin tólf runnu saman. Sauvage féll á grúfu. Morissot, er var stærri, riðaði, skjögraði og valt síðan þvert yfir félaga sinn með andlitið mót himni. Blóðdreggjar vætluðu gegnum treyju hans, þar sem hún var sundur tætt yfir hjartastað. Liðsforinginn gaf nýjar skip- anir. Hermennirnir dreifðust, komu síðan aftur með snæri og steina, er þeir bundu við fætur hinna skotnu. Því næst báru þeir þá fram á fljótsbakkann. Valérien-fjallið linnti ekki látum og var nú þakið reykjarmekki. Tveir hermenn tóku um höfuð og fætur Morissot; aðrir tveir tóku Sauvage. Líkunum var sveiflað kröftuglega, því næst kastað. Þau mynduðu boga, féllu síðan upprétt í fljótið, því að steinarnir drógu fæturna á undan. Vatnið skvettist upp, ólgaði og freyddi og kyrrðist síðan, en ofur- smáar öldur bárust upp að bökkum árinnar. Agnarlítið blóð flaut ofan á vatninu. Liðsforinginn, sem jafnan var hinn rólegasti, mætli í hálfum hljóðum: „Næst er það fiskarnir.“ Svo sneri hann heim til hússins. Hann kom allt í einu auga á fiskpokann í grasinu, tók hann upp,

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.