Dvöl - 01.01.1940, Page 71

Dvöl - 01.01.1940, Page 71
D VÖL 65 fyrir hnappagöt einvörðungu? SjÖ- tíu krónur, Skálan!“ „Sjötíu krónur!“ hrópaði Skálan. Síðan varð hánn átakanlega stillt- ur og dró fram prentað skjal. „Lít- ið á þetta. Fyrir hœstarétti, 1000 krónur. En það er ekkert. Hérna er annað, áfellisdómur; 1600 krón- ur. Og vitið þér, hvað ég verð að borga í leigu fyrir þessa skrifstofu? Þér munduð aldrei trúa því. Og í morgun, þegar ég varð að mæta fyjrir rétti, var ég svo auralaus, að ég átti ekki fyrir bílfari. Ég varð að ganga; ég varð lika dauðþreytt- ur. Ég get ekki sofið. Það lá á mér eins og mara í nótt: Aumingja Tobías, hugsaði ég. Guð minn góð- ur, hugsaði ég. Guð minn góður, þó ég verði að senda alla aðra til and- skotans, þá skal ég borga Tobíasi". „Ef ég bý til föt“, sagði Tobías, „og sel yður þau á 150 krónur; hvað græði ég á því, má ég spyrja? Að- eins það bezta af öllu er notað í þau. Efnið: sextán, sautján, átján krónur metrinn. Og fyrir mann af yðar stærð, fjórir metrar. Það er einungis efnið, Skálan. Svo er fóðrið að auki; og annað tillegg — óhætt að segja tuttugu krónur. Og starfsfólkið, Skálan, haldið þér að það vinni fyrir ekki neitt? Ég verð að borga jakkaskraddaranum, vestaskraddaranum. Og svo eru opinber gjöld. Ég verð að borga með beinhörðum peningum. En það eina, sem ég fæ, eru loforð. Og jafnvel þó þau væru haldin, hvað hefi ég upp úr því, Skálan?“ „Lítið nú á mig,“ sagði Skálan og bauð honum aðra sígarettu. „Ógóldnar skuldir, ógoldnar skuld- ir; ekkert annað. Vitið þér, hvað mikið ég á útistandandi? 16.000 krónur. Og ég get ekki innheimt. Ég geri það bráðum, en sem stend- ur get ég það ekki“. „Vitið þér hvað?“ sagði Tobías. „Þegar slokknaði á pressujárnsofn- inum í dag, þá var ég svo illa stæður, að ég varð að fá túkall að láni til að láta í gasmælinn. Mér er sama, þó að ég segi yður það; ef ég hefði brotið nálina í saumavél- inni minni, hefði ég ekki getað haldið áfram verki mínu. Nú tala ég við yður eins og maður við mann: hvernig er hægt að halda svona áfram?“ Skálan opnaði skúffu og benti á bunka af bleikum og gulum blöð- um. „Stefnur“, sagði hann, „hvert eitt og einasta“. Tobías andvarpaði raunalega og muldraði í hálfum hljóðum: „Svo þér getið ekki látið mig fá neitt í dag?“ „Á morgun, ég sver það!“ sagði Skálan, „á morgun, að mér heilum og lifandi. Ég er sjálfur að bíða, á glóðum. Komið á morgun klukkan hálf fimm; nei, við skulum segja fimm. Komið á morgun klukkan fimm og þá skal ég láta yður fá 50—60 krónur að minnsta kosti, þó það verði mitt síðasta verk. Sem stendur: lítið á —•“ Hann tók upp tvo fimmeyringa og sveiflaði þeim framan í hann: „Aleigan!“

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.