Dvöl - 01.01.1940, Síða 75

Dvöl - 01.01.1940, Síða 75
D VÖL miðju tjaldi. Hann er Navajói og fróður um marga hluti. Listir hans eru í því fólgnar að hann dregur táknrænar sögumyndir á sandinn með leirlituðum böndum. Myndin hefir jafnan meira og minna trú- fræðilegt gildi og segir frá hreysti- verkum einhverrar æfintýrahetju. Myndin er ákaflega margbrotin og oft einstæð að fegurð, og henni verður að vera lokið fyrir sólsetur dag hvern. Síðari hluta hvers dags er varið til ýmiskonar íþróttaiðkana. Allt í kring eru syngjandi Indíánar. Þeir elda matinn við bál undir berum himni. Stórir svínsskrokkar, geitar- síður og sauðarkrof glampa hálf- steikt á teinum matgerðarmann- anna. Loftið er fullt af ryki, reyk og hlátrum. — Sólin sezt. Skuggarnir falla yfir Gallup. Rauðbleikur haustmáninn situr lágt á himni. Föla birtu leggur á andlit hvítra manna á áhorf- endabekkjunum. Stórir eldar eru kveiktir við annan enda dansvall- arins. Það brakar í bálinu og dular- fullir svartir skuggar þjóta til og frá. Þá fellur ókyrrð yfir andlitin á áhorfendabekkjunum. Það þýtur í fjöðrum og mjúkur dynur berst að eyrum af léttum dansi mjúkskó- aðra fóta. f rauðbleiku ljósi mán- ans og bálsins þeytast Indíánarnir út á dansvöllinn. Kvæðamenn og einsöngvarar sitja 1 röðum við eld- ana. Trumburnar taka að drynja og stynja og hringlur og bjöllur skrölta og klingja. Hálfnaktir lík- amir sveigjast og beygjast eftir hljóðfalli og völlurinn dunar af stappi þúsund fóta. Nóttin líður. Taosar dansa reip- dansa og þjóta eins og örskot gegn- um hvínandi lykkjur kaðla og banda. Krákudans Zianna vekur hlátur og gaman. Trylltar og takt- fastar hreyfingar Kiowanna hafa næstum því dáleiðandi áhrif. — Djöfladans Apachanna vekur skelf- ing í brjósti. Stríösdans Uteanna kemur blóðinu til þess að renna örar í æðum. Sjónhverfingamenn og töfra- menn Navajóanna koma nú inn á völlinn. Þeir grafa maisfræ í sand- inn og breiða teppi yfir. Svo fara þeir að kveða, og meðan þeir kveða tekur maiskornið að spíra. Það vex upp í gegn um ábreiðuna, hærra og hærra og græn blöð þess blakta til og frá fyrir andvara næt- urinnar. Þeir setja langar gæsa- fjaðrir i lágt og vítt leirker, þeir kveða og söngla og fjaðrirnar rísa í kerinu, og þær fara að hoppa og dansa eins og lifandi verur. — Skyndilega koma grábrúnir, trylltir menn utan úr náttmyrkrinu. Þeir eru allsnaktir. Þeir stökkva yfir eldana og baða sig í logum þeirra. Þeir þjóta í kringum þá og lemja hver annan með logandi eldi- bröndum. Hring eftir hring, hrað- ar og hraðar, og svo út í nátt- myrkrið aftur. Indíánarnir hverfa eins og skuggar. Eldarnir kulna. Það fer
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.