Dvöl - 01.01.1940, Page 77

Dvöl - 01.01.1940, Page 77
dvöl. 71 fötin, hin væntanlega leiksýning, nærvera Lizocku og hún sjálf, eina seskuástin hans, urðu að visnu hjómi — eilíflega glötuðum hlut. Obætanleg og hræðilega ómót- stæðileg hlutu að verða eftirköst Þessa nýorðna atviks, en framhjá þeim yrði ekki komizt. Hann sleppti bendi Lizocku, sneri sér að mann- inum í loðkápunni, og með nálægð Lizocku áþreifanlega að baki sér kallaði hann, kafrjóður í andliti, með háværri, titrandi röddu: „Hver er klunni?“ „Þér eruð klunni. Þér megið fara til fjandans fyrir mér. Þér hafið kramið sundur á mér tærnar með lapparskarninu á yður.“ „Ég verð víst að slá hann,“ flaug með leifturhraða í gegn um huga Kolya. „Með hnefanum eða lófan- um? Ég slæ hann bara lítið högg ^oeð lófanum, það er kurteislegra °g um leið ennþá meir móðgandi.“ Kolya tók hægri hendina úr vasa sínum og mælti með skjálfta í röddinni: „Ef þér ætlið að móðga mig, þá hefir það sínar afleiðingar! Ég skal sýna yður það nú þegar.“ Kolya iðraði þess, að hann skyldi ekki slá hann samstundis og hann sagði síðustu orðin, því að venju- lega var ekki verið að fjölyrða um þá hluti. „Ég skal kenna yður hvað það þýðir að móðga fólk!“ „Einmitt það?“ Herramaðurinn stóð á fætur og hreyföi sig í áttina til Kolya, og hann sá, sér til mikillar skelfingar, að hinn var að minnsta kosti höfð- inu hærri. ,,Það er venjulegt að launa svona móðganir með löðrung,“ kreisti Kolya út úr sér. „Rétt er það.“ Herramaðurinn var að hneppa að sér frakkanum. Það var háðskeimur í röddinni, og hann dró seiminn. „En ef ég tæki nú í litlu, rauðu eyrun á yður, og stingi yður hérna undir sætið eins og óþekktar hvolpi? Ha, hvað segið þér um það?“ Einn af þeim, er næstir sátu, hló stríðnislega. Þetta leit út fyrir að ætla að verða skemmtilegt. Erfiðismaður með bældan hatt- kúf á höfðinu sló á magann á sér og kallaði með eftirvæntingu: „Berjist þið, vinir góðir, lofið okkur að sjá.“ Hann hlakkaði til þess að sjá niðurstöðuna, ef til slagsmála kæmi. Eins og óverðskuldaðir löðrungar höfðu tvær setningar brennt sig inn í huga Kolya. Eldsárar og níst- andi hljómuðu þér í eyrum hans, og hann fann, að lítilsvirðingin, er þessum orðum fylgdi, var ógleym- anleg. Litlu, rauðu eyrun yðar .... ó- þekktar hvolpur. .. . f örvætningu sinni fálmaði Kolya eftir handlegg hins loðklædda herramanns, og blaðraði út úr sér um leið: „Ég get ekki sætt mig við þetta, þetta er algjörlega óviðunandi." En hinn settist í sæti sitt á ný, og með fyllstu lítilsvirðingu lelt

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.